Húsið við sjóinn

Foodwaves

Gallo Pinto

Daglegur morgunverður þegar við bjuggum í Monteverde, Costa Rica var Gallo Pinto. Uppistaðan eru hrísgrjón og svartar baunir. Margir telja að þessi samsetning, grjón og baunir séu ofurfæða fyrir meltinguna.

Gallo Pinto

 • 3 dl Hrísgrjón, soðin. (um það bil)
 • Ein dós svartar baunir (eða ferskar sem búið er að sjóða)
 • 1 Paprika
 • 1/2 Laukur (ég notaði hvítan lauk)
 • Salt
 • Kóríander
 • Góða olíu til steikingar

Svitið lauk og papriku í smásvegis olíu, bætið út í soðnum hrísgrjónum, svörtum baunum, kóríander og saltið til. Ég notaði gula papriku en það má nota rauða eða græna eða alla liti ef út í það er farið, gula og rauða eru þó sætari.

Með þessu steiki ég egg og stundum heimagerðar maís tortillas. Svo væri hægt að gera Huevos Rancheros en uppskrift af því og maís tortillas má finna hér.

MEÐ FYRIRVARA:  Ég er algjör slumpari þegar kemur að eldamennsku, þannig að mælieiningar hjá mér eru ekki sérlega nákvæmar, en nærri lagi.  Með æfingunni finnur maður sinn takt í eldamennsku.  

Uppskriftirnar hér eru hugsaðar sem hugmyndir að samsetningu frekar en hárnákvæmum lýsingum á innihaldi og aðferð.  Þær eru svo settar hér á internetið fyrir sjálfa mig til að muna eftir uppskriftum sem mér þykja góðar, fyrir vini og vandamenn og alla aðra sem ramba inn á þessa síðu.

Svartbauna-salsa

 • 1 dós svartar baunir
 • 1/4 hvítur laukur
 • 1 tsk salt
 • Chili pipar (fer eftir styrkleika hans og smekk)
 • 2-3 sneiðar niðursoðinn jalapeno
 • 2 msk vökvinn úr jalapeno krukkunni

Hitið baunir að suðu. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

Passið að velja baunir sem ekki er búið að bæta neinu við, Gestus baunirnar innihalda t.d sykur og eru fyrir minn smekk ekki góðar. Ég kaupi vanalega frá Biona eða þá þurrar og sýð sjálf.

Einnig væri hægt að “roast-a” laukinn aðeins.

Soð og ástæðan fyrir því að ég hætti að blogga…

…en byrja svo alltaf aftur, þó svo að stundum líði ár og dagar er sú að ég nenni ekki að fara í hlutverk stílista við myndatökur á því sem ég elda eða gera þetta að fullu starfi. Oftast er maturinn sem ég geri ekki “insta perfect” en mjög bragðgóður og standardinn í myndum fyrir matarblogg verður sífellt hærri, komið á það stig að maturinn á myndunum er ekki einu sinni ætur því ísinn er raksápa og gljáinn er hárlakk.

Nú var ég aðeins að flétta í gegnum uppskriftirnar mínar og hugsaði með mér, þessar myndir mínar eru hræðilegar en svo mundi ég eftir matnum, hversu góður hann var og fólkinu sem naut hans með mér, og mest að öllu er mikilvægi þess að halda þessum uppskriftum til haga því ég á það að til að gleyma öllu sem ég elda.

Ég hef undanfarið verið að gera soð úr beinmerg en hann kemur frá 100% grasfóðruðum nautum á Hálsi í Kjós og er algjör ofurfæða, stútfullt af vítamínum og andoxunarefnum, gott fyrir heilsuna og liðina líka. Svo gerið ég merg-paté úr merginum, einnig allra meina bót. Ég fæ allt mitt kjöt hjá bændunum á Hálsi í Kjós, en þau eru með 100% grasfóðrað kjöt, sem er talið mun hollara en naut sem alin eru á korni.

Merg-paté er orðskrípi frá mér komið, ég veit ekki hvað skal kalla þetta en á ensku myndi ég kalla þetta “spread” en mörgum finnst gott að nota þetta til að smyrja með, t.d glóðareldað baguette sneiðar eða ofan á steikur eins og kryddsmjör.

Soð, gert í “Instant pot”

 • Bein með merg
 • Vatn
 • Hvítlaukur
 • Salt
 • Pipar.
 • Grænmetisafskurður og krydd að eigin vali

Setjið beinin í ofnskúffu og inn í ofn á 200°c í 30-40 mín

Skafið mergin úr beinunum ef þið ætlið að gera Merg-paté og leggið til hliðar, ég skóf gróflega til að hafa eitthvað með í soðinu.

Stillið Instant pot á sauté og svitið hvítlauk og það grænmeti sem þið ætlið að nota í rúmgóðum potti, ég hafði einungis hvítlauk. Bætið við beinum og vatni. Hér notaði ég 1.5 L af vatni á móti ca 1 kg af beinum.

Ýtið á Cancel, setjið lokið á og ventil í rétta stöðu. Ýtið á Pressure Cook og eldunartíma á 2 klst.

Munið að fara alltaf varlega þegar átt er við ventillin í lok eldunar.

Þetta soð má einnig gera í potti en þá þarf mun lengri suðutíma.

Að lokum leyfi ég soðinu að kólna í ískáp og þá storknar fitan efst, hana tek ég svo af og geymi í lokuðu íláti en tólgur er afar góður til steikingar.

Ég frysti gjarnan hluta af soðinu í teninga sem ég hita svo upp og drekk eins og te.

Þessi mynd er ekki það girnilegasta í heimi… en læt hana fylgja 🙂

Merg-paté

 • Mergur
 • Salt
 • Pipar
 • Pizzakryddblanda frá Kryddhúsinu

Blandið saman með töfrasprota. Setjið í ílát, geymist í kæli. Ég rúllaði minni upp með smjörpappír, svona eins og kryddsmjör.

Ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur töfra beinbergs frá grasfóðruðum nautum þá eru hér hugmyndir að leitarorðum:

 • Beef bone marrow benefits
 • Tallow benefits
 • 100% grass-fed beef bone broth
 • Bone Marrow spread

MEÐ FYRIRVARA:  Ég er algjör slumpari þegar kemur að eldamennsku, þannig að mælieiningar hjá mér eru ekki sérlega nákvæmar, en nærri lagi.  Með æfingunni finnur maður sinn takt í eldamennsku.  

Uppskriftirnar hér eru hugsaðar sem hugmyndir að samsetningu frekar en hárnákvæmum lýsingum á innihaldi og aðferð.  Þær eru svo settar hér á internetið fyrir sjálfa mig til að muna eftir uppskriftum sem mér þykja góðar, fyrir vini og vandamenn og alla aðra sem ramba inn á þessa síðu.

Hvítkáls-karrí og Gúllas

Ég bjó til gúllas fyrir krakkana, eingöngu gúllas sem var létt steikt upp úr smá blöndu af avocado-  og ólífuolíu, saltað, piprað og ögn af hvítlauksdufti.  Bætti við líter af vatni og dós af maukuðum tómötum og lét malla við vægan hita eftir að suðan var komin upp, í ca.  2 klst.  

Kjötið var bragðgott og mjúkt, fengið í búðinni að Hálsi í Kjós, en þeir eru með grasfóðruð naut.  

Ég hefði sett kartöflur út í ef ég ætti, en ákvað að sleppa sveppum, gulrótum og papriku sem ég vanalega bæti við því þetta var fyrir krakkana gert, sem eru minna fyrir slíkt.  Gúllaspottrétturinn var étinn upp til agna með hrísgrjónum.   Þrátt fyrir einfaldleikann þá var hann mjög bragðgóður, en stundum langar manni í eitthvað einfalt…. 

Nema ekki mér, í þetta sinn… því gerði ég í öðrum potti eitthvað ögn meira krassandi fyrir fullorðna fólkið.  Ég fann uppskrift af ungverskri hvítkálsúpu, sem ég hélt að gæti farið vel með gúllasinu ef manni langaði að blanda saman réttunum, en svo fannst mér uppskriftin ekki nógu djúsí.  Ég var búin að saxa niður hvítkál og epli og ákvað að skera niður næpu sem ég átti í ískápnum,  þá sá ég ferskt engifer og ákvað að taka u-beyju og breyta þessu í karrý rétt.  Úr varð þessi uppskrift, og var hún mjög góð.

Ég fékk vin í mat, og hann viðurkenndi eftir að hafa borðað að hann hafi nú verið efins þegar ég var að telja upp hvað fór í réttinn áður en við settumst við matarborðið, en svo kom annað á daginn, þetta var mjög gott…og hollt!!

IMG_20200814_082413-01

Hvítkáls-karrí

 • 1/2 hvítkálshaus, saxað
 • 1/2 Næpa, julienne cut*
 • 1 epli, teninga eða julienne cut*
 • Engifer, skorið eða rifið eftir smekk, mér finnst gott að hafa það í julienne cut
 • Grænar baunir, FROSNAR!  ekki “gráar” niðursoðnar
 • Karrí
 • 1 tsk Marokkósk Harissa frá Kryddhúsinu.
 • 1 dós hakkaðir tómatar (hakkaðir eða heilir, eftir smekk, ég átti bara hakkaða)
 • 1/2 dl rjómi
 • 2 msk kókósolía, til steikingar (eða önnur olía)

Olían sett í pott með karríblöndu og látið malla í 2 mín til að fá sem mest út úr kryddinu.  Magn kryddsins ræðst af styrkleika þess, ég notaði um það bil 2-3 msk af karrí og eina tsk af Harissa-kryddinu, en það er frekar í sterkari kantinum og mætti sleppa fyrir þá sem vilja mildara karrí.

Kál, næpa, eplið og engifer sett í pottinn og látið mýkjast í nokkrar mín, ég læt það ekki brúnast.

Grænum baunum bætt út í, ásamt tómötum og rjóma. Lét malla í ca. korter við vægan hita.  (neðstu stillingu á gashellum).

Ef að þið vitið um gott karrí sem fæst á Íslandi megið þið endilega láta mig vita hér í athugasemdum.

*Julienne skurður //  “julienne cut ” 

Á Google er hægt að leita að myndböndum og myndum sem sýna hvernig það er gert.

Screen Shot 2020-08-08 at 08.09.47

MEÐ FYRIRVARA:  Ég er algjör slumpari þegar kemur að eldamennsku, þannig að mælieiningar hjá mér eru ekki sérlega nákvæmar, en nærri lagi.  Með æfingunni finnur maður sinn takt í eldamennsku.  

Uppskriftirnar hér eru hugsaðar sem hugmyndir að samsetningu frekar en hárnákvæmum lýsingum á innihaldi og aðferð.  Þær eru svo settar hér á internetið fyrir sjálfa mig til að muna eftir uppskriftum sem mér þykja góðar, fyrir vini og vandamenn og alla aðra sem ramba inn á þessa síðu.

Ragu chuck // Instant Pot

Ég keypti Ragu Chuck hjá Dodda og Lísu á Hálsi. Ég er vön að elda það með tómötum á ítalskan máta eða eins og gúllas. Nú prófaði ég asískan keim. Ég notaði það sem var að verða komið á tíma í ísskápnum og úr varð mjög góður réttur. Ég slumpaði en þetta eru svona um það bil hlutföllin sem ég notaði.

Ragout chuck með asískum keim

 • 500 g Ragout Chuck
 • 1 Brokkólí
 • Nokkrar litlar kartöflur
 • 1 Daikon
 • 2 litlir sveppir
 • 1/2 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • Safi úr 1/2 lime
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1 dós kókósmjól
 • 1-2 dl vatn (eftir því hvað þið viljið mikið soð)
 • 2 tsk salt
 • 1tsk hvítur pipar
 • 1 tsk cumin
 • 2 tsk karrý
 • 1 tsk onion powder

Grænmetið skorið, fínt eða gróft eftir smekk og öllu skellt í Instant pottinn. Ég notaði 2 dl af vatni til að fá og smá soð fyrir krakkana. Ég stillti á ” Pressure Cook” í 15 mín. og svo quick release.

Þar sem að þetta var krakkavænn réttur þá gerði ég sterkt “green curry paste” og hafði til hliðar. Annars hefði ég bætt því út í ásamt vænum flísum af ferskum engifer.

Grænt Karrý

 • Engifer
 • Hvítlaukur
 • Ferskur Jalapeno (eftir smekk og styrkleika)
 • Sterkur chili (eftir smekk og styrkleika )
 • Búnt af kóríander
 • Salt
 • Hvítur pipar
 • 1 vorlaukur
 • Lime skvetta
 • Smá vatn til að koma þessu í gang í blendernum

Allt maukað saman í blender (einnig hægt að nota mortel)

Borið fram með ferskum vorlauk, muldum salthnetum, sesamfræum og kóríander. Svo er hægt að hafa núðlur, hrísgrjón eða ég tala nú ekki um, íslenskt perlubygg.

Þrjár brauðuppskriftir

Ég bakaði 3 tegundir af brauði í morgun, eitt með heilhveiti og haframjöl.  Annað heilhveiti, spelt og fræ og að lokum beyglur úr klassísku pizza deigi. Allt smakkaðist mjög vel, brauðin voru frekar svipuð.

Einfalt heilhveiti og haframjöl sem þarf ekki að hefast.

 • 3 1/2 dl heilhveiti
 • 3 1/2 dl haframjöl
 • 3 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1/2 L AB mjólk
 • 2 msk Hunang
 • 1/2 dl chiafræ
 • 1/2 dl sesamfræ
 • Graskersfræjum stráð yfir.

Öllu blandað saman, sett í form og bakað við 180°c í ca 50-60 mín.  Ég notaði álform sem ég klæddi með smjörpappír.

Beyglur

 • 500 g hveiti 
 • 320 ml volgt vatn
 • 11 g ger
 • 1 tsk salt

Hnoðið vel, látið hefast í 40 – 60 mín.  Skiptið í 10 kúlur og togið þær til í rúllur og festið þær saman í hring, til að búa til beygluformið.  Raðið þeim á  borð og hyljið með viskastykki og leyfið hefast í 20 mín.  Sjóðið vatn í potti á meðan.  Sjóðið beyglurnar í 2 mín  á hvorri hlið,  snúið þeim við með fiskispaða.

Raðið á smjögpappír á ofnplötu og bakið við 180° í um það bil 20 mín.

Heilhveiti og spelt brauð sem þarf ekki að hefast.

 • 400 g heilhveiti
 • 200 g hveiti
 • 200 g spelt
 • 1/2 dl sesamfræ
 • 1/2 dl chiafræ (hægt að nota hvaða fræ sem er.)
 • 4 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1/2 L AB mjólk
 • 3 1/2  til 4 dl vatn (deigið á að vera svolítið klístrað)

Hrærið vel saman og setjið í tvö form (ég klæddi tvö álform með smjörpappír) og bakið í ofni við 180°c í um það bil klst. Einnig hægt að móta litlar bollur og baka í um klst.

“Butternut squash” súpa // Instant Pot

Þessi súpa var gerð í Instant Pot og sló rækilega í gegn, líka hjá krökkunum.

Uppskrift miðað við 4.

 • 1/2 Butternut squash grasker
 • 1 laukur
 • 1 epli
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 2 tsk Za´athar
 • 1-2 msk góð krydd, ég notaði Gyros krydd frá kryddhúsinu
 • Salt og pipar
 • 1 dós kókósmjólk
 • 3 dl vatn
 • 2 msk olía
 • 1 dós kjúklingabaunir

Um að gera að leika sér með kryddin. Einnig gott að setja indversk krydd, engifer og túrmerik.

INSTANT POT LEIÐBEININGAR

 1. Sauté stilling. Setjið olíu í pott, þegar pottur sýnir “HOT” setjið graskerið, lauk og epli (allt skorið í tenginga) og eldið í 3-5 mín, bætið við hvítlauk og öðrum kryddum.

2. Ýtið á Cansel.

3. Bætið út í kókósmjólk og vatni.

4. Stillið pott á “Pressure Cook” High, í 10 mín. Svo strax Pressure release. PASSA SIG, GUFAN ER MJÖÖÖG HEIT!

5. Hér bætti ég við kjúklingabaunum (úr dós) hellti vökvanum frá og set baunir út í. Þar sem að þetta var krakkavæn súpa þá tók ég frá næstum alla súpuna, skildi eftir eina ausu af súpuvökva, sem ég bætti kjúklingabaununum við og setti á sauté stillingu og hitaði þannig upp í 5 mín.

Súpuna sem ég tók frá setti ég í matvinnsluvél og maukaði í silkimjúka súpu. Hér myndi ég bæta við kjúklingabaununum út í maukaða súpu, en ég bar þær fram í sér skál því ekki allir vildu þær. Einnig er hægt að bæta þeim út í súpuna í pottinum í lokin og mauka þær með.

Kjúklingasúpa fyrir sálina…og ónæmiskerfið

Næringarík súpa þegar maður þarf búst fyrir ónæmiskerfið. Ég notaði sittlítið af hverju, t.d eina papriku, 2 gulrætur, 3 sveppi, 2 skallott lauka,smá sellerí, 3 hvítlauksgeira og ca 3 cm bút af engifer og túrmerik. Einnig er hægt að nota túrmerik krydd. Magnið hér skiptir ekki öllu, ágætt að nota það sem til er í ísskápnum og grænmeti eftir smekk.

 • Úrbeinuð kjúklingalæri
 • Salt
 • Pipar
 • 1/2 sítróna (kreist)
 • Gulrót
 • Sveppir
 • Paprika
 • Skallott laukur
 • Vorlaukur
 • Sellerí
 • Hvítlaukur
 • Engifer
 • Túrmerik
 • Núðlur eða pasta

Ég eldaði súpuna í Instant Pot. Set pott á Sauté stillingu og set í pottinn olíu, kjúkling krydaðan með salti og pipar og sauté-a hann, svo grænmetið, sítrónu, engifer, túrmerik og hvítlauk. Þetta tekur um 5 mínútur.

Slekk á pottinum. Bæti við 1 líter af vatni. Set á Pressure Cook stillingu og set tímann á 7 mín, og svo 5 mín í natural release. Slekk á potti.

Bæti við núðlum, eða í þetta sinn organic spaghetti sem var alveg ótrúlega gott. (Ég er nefnilega yfirleitt þannig að núðlur eiga heima með asískum mat og spaghetti ítölskum).

Ég stillti pott á Pressure Cook á ný, í þetta sinn 3 mín og svo 5 mín natural release.

PASSIÐ YKKUR ALLTAF ÞEGAR ÞIÐ LOSIÐ VENTILINN AÐ BRENNA YKKUR EKKI Á GUFUNNI.

Þar sem þetta var eldað sem krakkavænn réttur þá bar ég fram sterkan og ferskan íslenskan chili á kantinum, ásamt fersku kóríander og smá afgangi af sýrðum rjóma með graslauk. .Ég notaði ekki kókósmjólk í þetta sinn en það væri líka hægt ef leitast er eftir rjómakenndari áferð.

Ef rétturinn er eldaður í potti, þá er byrjað á að sauté-a kjúkling, svo grænmeti og krydd, vatni bætt við og látið malla í 40 mín eða lengur. Hægt er að setja núðlur eða pasta í pottinn og tíminn á þeirri suðu fer eftir tegund, pasta gæti þurft 20 mín, hrísgrjónanúðlur um 5 mín. Hægt að sjóða það í sér potti líka.

Ég nota aldrei súpukraft, finnst alveg nóg bragð af því sem kemur við suðu.

Undir eþjópískum áhrifum // Instant Pot

Eftir að hafa heimsótt tvo eþjópíska veitingastaði á Íslandi og fundist maturinn á báðum stöðum mjög góður ákvað ég að fara í smá rannsóknavinnu hvernig hægt væri að leika þetta eftir.

Kökurnar sem notaðar eru taka nokkra daga að gera og eru gerðar úr súr. Ég var ekki að fara þá leiðina í þetta sinn, en ég átti súr inn í ískáp og gaf honum bóghveiti og notaði það sem grunn í kökurnar sem ég verð að segja að voru þokkalega í áttina að því sem ég hef smakkast og meir að segja urðu svona “bubblóttar”.

Ég átti hvítkál og ákvað að styðjast við uppskrift að Atakilt Wat sem ég eldaði í Instant Pot, ég fékk slíkan pott um daginn og hann er snilldin ein. Einnig gerði ég tvo aðra rétti og hafði ég til hliðsjónar uppskrift af Doro Wet og linsubaunaréttinum Misir Wat.

INJERA INSPIRED PÖNNUKÖKUR

 • Bóghveitisúr
 • 4-5 dl volgt vatn
 • 1 stk Salt
 • 2,5 dl bóghveiti.

Fyrst mataði ég 30g venjulegan súr með 30 g vatni og 30 g bóghveiti og lét standa í ca 5 klst. Því næst tók ég súrinn og bætti við 4-5 dl volgt vatn sem ég hrærði í súrinn og svo við 2,5 dl bóghveiti og salti þannig að þetta leit út eins og pönnukökudeig.

Svo bakaði ég kökurnar við meðalhita á pönnu, eins og ég væri að gera pönnukökur.

KRYDDIN

Í flestum uppskriftum var talað um krydd sem heita Mimita og Berbere sem hægt er að gúggla til að fá nákvæma uppskrift. Ég átti hvorugt til en bjó til eigin uppskrift eftir bestu getu miðað við það sem til var á heimilinu.

Hér er flott samantekt um Berbere og Mimita

MÍN MIMITA

 • 2 tsk Chili, sterkur og þurrkaður
 • 1/2 tsk Kardamommur
 • 1/8 tsk Negull
 • 1 tsk Salt
 • 1/2 tsk Cumin
 • 1 tsk Engifer

MÍN BERBERE

 • 5 msk reykt paprika
 • 2 msk Cayanne
 • 2 msk Engifer (powder)
 • 2 msk laukduft
 • 1 msk coriander (powder)
 • 1 msk kanill
 • 1/2 msk negull
 • 1/4 msk múskat

ATAKILT WAT að mínum hætti

 • Avocado olía, til steikingar
 • 3 rif Hvítlaukur
 • Ferskur rifinn engifer, ég notaði ca 3 cm bút
 • 2 tsk Turmerik
 • 1 tsk Cumin
 • 1/2 rauðlaukur
 • 1 hvítkál
 • 3 gulrætur
 • 5-6 litlar kartöflur skornar í helminga
 • 2,5 dl kjúklingakraftur eða vatn
 • Salt og pipar

Hér eru leiðbeiningar fyrir Instant Pot, en það er að sjálfsögðu hægt að elda þetta í venjulegum potti.

Kveikið á Instant pot, setjið á Sauté stillingu. Þegar potturinn segir HOT setjið þá skvettu af olíu í pottinn og svitið laukinn í nokkrar mín þar til að hann mýkist, bætið þá við hvítlauk, engifer, túrmeriki og cumin og hrærið aðeins í.

Gerið Cancel á sauté stillinguna.

Bætið söxuðum gulrótum, kartöflum og söxuðu hvítkáli í pottinn, ásamt vökvanum, salti og pipar. Lokið pottinum og setjið ventilinn í rétta stöðu. Stillið pottinn á Pressure Cook á eina mínútu. (já bara eina mín).

Leyfið pottinum að losa þrýsting í um það bil 5-10 mín, losið þá ventilinn VARLEGA til að athuga hvort þrýstingar sé farinn og litla tippið dettur niður. Þá má opna pottinn og rétturinn er tilbúinn. Slökkvið á pottinum.

DORO WAT að mínum hætti

 • Úrbeinuð kjúklingalæri
 • 1 msk sítrónusafi
 • 2 msk Berbere kryddblanda
 • Olía (eða Ghee)
 • 1 laukur, smátt skorinn
 • Salt
 • Engifer, rifinn, ca 3 cm bútur
 • 3 hvítlauksrif
 • 2 msk tómat paste (ég notaði hálfan dl af tómata passata)
 • 1/2 dl vatn
 • Harðsoðin egg

Skerið kjúkling í bita og marinerið með salti, pipar og sítrónusafa (þetta var í ískáp hjá mér í 3-4 klst)

Kveikið á Instant Pot og setjið á Sauté stillingu.

Mýkið laukinn í 3-5 mín, setjið svo hvítlauk og engifer og mallið í eina mín.

Slökkvið á pottinum (Cancel).

Bætið við 1/2 dl vatni, kjúklingi og tómat-paste. Stráið Berbere kryddinu yfir.

Lokið pottinum, setjið ventil í rétta stöðu (Sealing). Stillið á Pressure Cook og setjið tímann á 8 mín. Leyfið 10 mín að líða til að losa þrýsting. Athugið hvort ventill sé komin í rétta stöðu (VARLEGA) til að opna pott. Slökkvið á pottinum.

Skerið nokkur harðsoðin egg til helminga og bætið þeim í réttinn.

MIRIR WAT að mínum hætti

 • 2.5 dl rauðar linsur
 • 2 msk olífuolía eða ghee
 • 1 rauðlaukur, saxaður
 • 1 msk fersk rifin engiferrót
 • 4 rif hvítlaukur, pressaður
 • 2-3 msk Berbere kryddblanda
 • 1 tsk salt
 • 1/2 líter vatn
 • smátt skorið ferskt kóríander
 • ½ lime, safinn

Kveikið á pottinum og setjið á Sauté. Þegar potturinn segir HOT setjið skvettu af olíu og lauk í hann og svitið í tvær mín.

Bætið við engifer og hvítlauk, blandið vel við laukinn (30 sek).

Bætið við rauðum linsum, berbere kryddblöndu, salti og vatninu og blandið vel saman.

Setjið lokið á pottinn og setjið ventil í rétta stöðu. (Sealing). Veljið Pressure Cook og MAnual (HI) í 15 mín, og ljúkið með “natural pressure”.

Opnið pottinn (varlega), hrærið í honum, og þá er hann tilbúinn. Hér má bæta við smá lime skvettu og kóríander.

Slökkvið á pottinum.

KIT KAT OG SYKURPÚÐA GUMS

Sonur minn sá á netinu hvernig mætti búa til súkkulaði-sykurpúðagums, hitað í ofni og vildi endilega prófa það. Laugardagsnammið fór því í þessa tilraun sem að hans sögn heppnaðis aldeilis vel.

UPPSKRIFT

 • Sykurpúðar
 • Kit kat (væri hægt að prófa annað súkkulaði)

Hitið ofninn í 200°c. Raðið súkkulaði í eldfast form eða pönnu sem má fara í ofn. Raðið sykurpúðum ofan á.

Bakið í 10 mínútur. Ég mæli með að fylgjast með ofninum með öðru auganu síðustu 5 mínúturnar.

Einfalt og fljótlegt gróft brauð

Þetta er mjög fljótlegt að græja, öllu skellti í hrærivél með hnoðara og látið ganga í stutta stund, kannski um eina mínútu eða svo. Þetta deig þarf ekki að hefast. Brauðið er laaaaangbest nýbakað, en svo er hægt að sneiða það og skella því í ristavél seinna meir.

UPPSKRIFT

 • 4 dl hveiti (ég notaði fínt spelt)3 dl haframjöl
 • 1 dl hveitiklíð
 • 2 tsk lyftiduft
 • Hálfur dl fræblanda eftir smekk, (hörfræ, graskersfræ sólblómafræ)
 • Hálfur líter AB mjólk (einnig hægt að nota súrmjólk eða minnka hlutfallið ögn á vökva og setja smá kotasælu.

Deigið skal vera frekar klístrað og blautt. Mótið bollur eða setjið deigið í brauðform. Einnig hægt að pensla með hræðri eggjahvítu eða öllu egginu og strá fræjum ofan á. Bakað í ofni í við 180 gráður í u.þ.b. 40 mín, en kíkið á brauðið eftir hálftíma og metið svo tímann eftir það.

Hér er góð útskýring frá NLFÍ á hveitikorninu og muninum á kjarnanum, hveitikím og hveitiklíð

Ég bjó einnig til hefðbundið túnfisksalat sem fór vel með þessum bollum.

TÚNFISKSALAT

 • 1 dós túnfiskur (hellið vökvanum úr dósinni)
 • 2 harðsoðin egg
 • 1/5 agúrka, smátt skorin
 • 1/4 paprika, smátt skorin
 • 2-3 matskeiðar Mayones
 • Salt
 • Pipar
 • Aromat (u.þ.b. 1/2 tsk)

Allt í skál, ég nota eggjaskera og sker eggið fyrst langsum og síðan þversum til að fá það smátt skorið. Hrært vel saman.

Nokkurskonar Mung bauna dhal með perlubyggi

Mung baunir og Perlubygg er match made in Heaven.

Samkvæmt Ayurveda eru linsubaunir og grjón sérstaklega góð blanda, til að googla það frekar er hægt að leita eftir orðinu “ KITCHARI”.

Perlubyggið sem ég notaði er íslenskt frá Vallanesi og er alveg einstaklega gott. (Fæst víða)

Ég sauð þessa uppskrift saman  on the fly og þetta var alveg svakalega gott.  Það er ekkert heilagt við hlutföll finnst mér, ég notaði sirka 200 g af mungbaunum og svipað af byggi sem ég sauð í sitthvoru lagi.  Tómatarnir geta verið 1, 2 eða 3 og paprikan hálf eða tvær… svo mætti smátt skera nýuppteknar íslenskar gulrætur… Mung baunirnar og perlubyggið er grunnurinn sem hægt er að leika sér með.

All-focus

Nokkurskonar Mung bauna dhal með perlubyggi

 • Mung baunir, soðnar með smá salti
 • Perlubygg, soðið með smá salti
 • olía eða Ghee
 • Turmerik
 • Kardimommur
 • Ferskt ginger
 • Hvítlaukur (eitt rif eða eftir smekk)
 • Chilipipar (ef vill)
 • 1 Paprika
 • 2-3 tómatar
 • Kókósmjólk
 • Mynta, ferskt
 • Kóríander, ferskt

Meðlæti

 • Avocado
 • Fedaostur, kubbur, ekki í kryddlegi
 • Ferskt kóríander

 

Setjið túrmerik, kardimommur, ferskt ginger, smá hvítlauk, chilipipar (ég notaði sterkan, ferskann og lítið af honum) út í olíuna.

Því næst bæta út í meðal smátt skorinni papriku, perlubyggi, mung baunum, skornum tómötum.  Malla til að mýkja papriku.

Svo bætti ég við 3-4 laufum að myntu og góða lúku af kóríander

Að lokum 1/2 – 1 dós kókósmjólk, malla í einhverja stund.  Ég var eflaust með þetta í pottinum í sirka 20 mín.

Salt og pipar eftir smekk

Borið fram með avovado, kóríander og fetaosti.

Untitled-Artwork-02

Ég er Chili / Chile fan og notaði habanero.  Ef þið eigið góðan jalapeño með smá  “bite þá myndi það passa vel við.

…hotter the better… en þá líka í réttu magni, svo að bragðið njóti sín

 

All-focus

©Soffía Gísladóttir 2019

 

 

 

 

Gúllas, einfalt og gott

Ég eldaði mjög góðan gúllasrétt, þetta var svona á mörkunum að vera gúllassúpa.  (Bara að bæta við meira af vatni og einni aukadós af góðum tómötum til að gera úr þessu súpu).

Þetta er barnvæna útgáfan mín, sem minnir mig á að ég þarf ekki alltaf að vera með stæla í eldhúsinu, þetta einfalda er alveg möst öðru hvoru.

(Með stælum þá myndi ég nota slatta af chili, karrý, kókóskmólk, jafnvel kóríander, austurlenskan brag).

65477739_990893934635674_3447890743253794816_n

Lykillinn að góðu gúllasi er að sjálfsögðu kjötið.  Ég fékk mitt hjá bændunum á Hálsi, í Kjós, en þau eru með opið í búðinni hjá sér um helgar.

 

 

65960446_2118371735122038_7341293522089148416_n

Gúllas, plain & simple

 • 1/2 kg Gúllas
 • laukur (bara smá því þetta var fyrir börnin)
 • Sveppir, góðann slatta, alln pakkann… skornir í sneiðar
 • Paprika (ég hefði notað græna ef ég hefði átt til)
 • Góðar kartöflur, 5-6 stk, skar þær í 2-3 cm bita ég fékk danskar um daginn sem voru svaka góðar, þessar íslensku hafa ekki verið að gera neitt fyrir mig upp á síðkastið)
 • 1 dós hakkaðir tómatar, ég nota ítalska
 • Vatn, sirka 1 líter eða svo, ekki nojið, fer bara eftir hvað þið viljið hafa hana þykka
 • Salt og pipar og smá sítrónupipar

 

Ég átti ekki paprikuduft, en eflaust ágætt að nota það.

Kjötið var svo svakalega gott að ég þurfti lítið að krydda, saltið og piparinn var nóg fyrir mig.

Ég byrjaði á að svita smá lauk í ólífuolíu og smá smjöri, og léttsteikja kjötið sem ég kryddaði með salti og pipar og svo komu sveppir, bætti við vatni, tómötum og skrælluðum kartöflum og lét malla í 2 klst eða svo, svo stóð þetta á pönnunni í aðra 2 tíma, þar til ég hitaði það upp í kvöldmat.

Borið fram með hrísgrjónum fyrir þá sem vilja, annars finnst mér kartöflurnar duga.

Allt í blóma hér í sveitinni ❤

Screen Shot 2019-06-30 at 12.49.25

 

 

Sólarlag í Hvalfirði

Það er ekki gaman að njóta sólarlagsins í Hvalfirði þessa dagana.

Hér er síða sem þið getið litið á ef þið hafið áhuga á náttúruverndarmálum.

 

IMG_1739

Álverið í Hvalfirði, 31. ágúst 2014.       Mynd: Soffía Gísladóttir Ⓒ

 

Lahmacun – Tyrknesk pizza

Pizzur eru mesta snilld í heimi. Það er alveg sama hvaða álegg ég hef sett á pizzu, það bragðast alltaf mjög vel. Til dæmis afgangur af indverskum lambarétti með mangó chutney, afgangur af kúbverskri samloku endaði á pizzu, það var skinka, súrar gúrkur og sinnep. Meir að segja afgangur af kínverskum dumplingum sem samanstóð af svínahakki, fennel og chile pipar.

 

Í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar kemur að pizzagerð er þó Lacmahun, eða Tyrknesk pizza.

Það er að sjálfsögðu mikilvægt að vera með gott hráefni, og þar má fyrst nefna lambahakkið.

01lacmahun

Ég hef yfirleitt keypt lambavöðva og hakkað sjálf, en einnig hef ég fengið einstaklega gott lambahakk í Frú Laugu. 

02lacmahun

Svo er lykilatriði að vera með ferska myntu og ferska steinselju.Ég kaupi steinselju með flötu blöðunum. 

03lacmahun

Lacmahun (fyrir 4)

Pizzadeig

 • 500 g hveiti

 • 300 ml volgt vatn, um það bil, þið finnið það í hnoðinu hve mikið vatn þarf á móti hveitinu

 • 1 tsk salt

 • 2 tsk þurrger

Setjið hveiti í skál og bætið við geri, salti og volgu vatni. Hnoðið í hrærivél (eða höndum) þar til deigið er orðið mjúkt og ekki klístrað. Því er gott að setja vatnið út í smám saman.  Setjið poka eða filmu yfir skálina og látið deigið hefast í klst eða svo.  

04lacmahun

Þetta er einföld uppskrift að deigi og klikkar sjaldan. Það eru mikil fræði á bak við pizzudeig sem þyrfti sér færslu, jafnvel fleiri en eina. Mér hefur til dæmis þótt það koma vel út að geyma deigið í ísskápi í nokkra daga.

Einnig er hveiti ekki bara hveiti. Sú umræða gæti einnig endað í langri færslu. Ég nota hveiti frá Marino, en það er lífrænt ræktað og steinmalað af fjölskyldufyrirtæki í Piemonte á Ítalíu.

Lambahakk

 

 • 400 g gott hakkað lambakjöt (t.d lambavöðvi, lambainnralæri)
 • 1 laukur
 • Ein væn lúka fersk minta
 • Ein væn lúka kóríander
 • 1/2 rauður chile pipar
 • 3 hvítlauksrif
 • 1/2 gul paprika
 • 200 ml tómata passata
 • 1 tsk cumin
 • 1 tsk túrmerik
 • Safi úr hálfri sítrónu
 • 2 msk góð extra virgin ólífuolía
 • 1-2 tks salt

 

Hakkið saman lauk, hvítlauk og papriku (eða saxið smátt).  Saxið mintu og kóríender. Setjið lambahakkið í stóra skál og blandið öllu hráefninu vel saman með fingrunum.

05lacmahun

Fletjið pizzadeigið þunnt út og setjið á ofnplötu eða pizzustein.

Makið lambahakkinu fremur þunnt á pizzudeigið en þannig að það þeki og passið að það nái vel út í alla kanta því hakkið skreppur saman við eldun.  Setjið pizzuna inn í 220°c heitan ofn í 10 – 15 mín eða þar til hakkið er eldað.

06lacmahun

Meðlæti:

 • Steinselja, gróft söxuð

 • Sítróna, skorin í báta

 • Rauðlaukur, skorinn í strimla

Þegar pizzan er borin fram þá á að dreyfa yfir hana ferskum rauðlauk og ferskri steinselju og kreista smá sítrónu yfir hana.

Kjúklinga cannelone

cannelone

Ég var að blogga um frábæran frábæran rétt, kjúklinga cannelone á The House by the Sea.  Morgunblaðið bað mig um uppskrift og þessi uppskrift er ein af þeim sem varð til þess að ég byrjaði að blogga, því ég var sífellt að reyna að nálgast hana og þar sem ég bjó mikið erlendis þá var ég aldrei með bókina með mér sem uppskriftin er í, bók frá Sigga Hall þannig að ég fór að setja allar uppskriftir sem ég vildi halda til haga á bloggsíðu . Allt um þessa góðu uppskrift á The House by the Sea. IMG_5177

 

Súkkulaðihjúpaðar Grissini stangir

Ég skil ekki stundum uppskriftir af heimatilbúnu sælgæti þar sem karmellur frá einhverri sælgætisverksmiðju eru keyptar út í búð og bræddar (…til að búa til karamellu…?  ) með ódýrasta súkkulaðinu sem fæst í stórmarkaðinum, við þetta svo bætt allskonar vitleysu til að búa til sælgæti sem smakkast eins og eitthvað sem þú getur keypt tilbúið í sama stórmarkaði.

Ef uppskriftin hljómaði upp á heimagerðar karamellur úr rjóma, smjöri og sykri og notast við almenninlegt gæða súkkulaði með jafnvel góðum jarðhnetum sem koma ekki ofsaltaðar frá stórframleiðanda þá gætum við verið að tala saman.

Ég er ansi þreytt á öllu þessu sælgæti út um allt og legg mig fram við að takmarka neyslu þess fyrir mig og börnin.  Ég er líka bara svo þreytt á markaðsetningunni og skítnum, ódýra hráefninu … Að sjálfsögðu lætur maður glepjast öðru hvoru, því miður. Ég átti þetta verksmiðjuframleidda sykurskraut og ákvað að nota það enda gladdi það stúlkuna sem aðstoðaði við gerð stanganna þar sem uppáhaldslitur hennar þessa dagana er bleikur og hún mikil prinsessa.

Ég fann Grissini stangir úr steinmöluðu lífrænu hveiti og súkkulaðið var ansi vænt.  Það sem meira var, samverustundin við að búa til þessar fallegu stangir var ómetanleg.

haust

Gleðin við gerð stanganna vó upp á móti sykrinum…

grissini

Súkkulaðihjúpaðar Prinsessu Grissini stangir

grissini

grissini

Súkkulaðihjúpaðar Prinsessu Grissini stangir

 • Grissini stangir
 • Gott súkkulaði
 • Skraut

Bræðið súkkulaðið, dýfið stöngunum í súkkulaðið, skiljið hluta stangarinnar eftir  til að geta haldið á þeim.  Dreyfið úr skrautinu og veltið stönginni upp úr því.

Ef þið notið jólalegt kökuskraut þá er þetta aldeilis fínt jólanammi.

IMG_1502VETUR

Jólalegur Kókosdesert og Vetur Konunungur í Kjósinni

 

kokosdesert

Jólablað Fréttablaðsins kom inn um lúguna í morgun, þar gef ég lesendum  uppskrift af brakandi ferskum eftirrétti sem hentar vel eftir þunga jólasteik og allt meðlætið.

kokosdesert

Kókosdesert með ferskum hindberjum

 • 400 ml kókosmjólk í dós

 • 30 g kókosmjöl

 • 120 g sykur

 • 3 gelatin blöð

 • 400 ml rjómi

 • 2 msk ferskur sítrónusafi

 • 10 g vanillusykur (eða 1 tsk vanilludropar) 

Kókosmjólk, kókosmjöl, sykur, vanillusykur og sítrónusafi sett í pott og fengin upp suða.  Takið pott af hellu og látið standa í 5 mín.

Setjið kókosmjólkurblönduna í skál og bætið gelatíni við og hrærið því vel saman við, látið kólna í 40 mín.

Þeytið rjómann og blandið honum saman við herlegheitin. 

Kælið inn í ísskáp í a.m.k 2 klst.

Berið fram með rifsberjasósu eða einhverri góðri berjasultu. Svo má skreyta með rifnu góðu súkkulaði og ferskum berjum, t.d hindberjum.

 kokosdesert

 Hér er einföld uppskrift að góðri sultu.

hindber

Skógarberjasulta

 

 • 2,4 dl blönduð ber (frosin) ég notaði berjablöndu, jarðaber, hindber, bláber ofl.

 • 1 dl sykur

 • 1/2 dl vatn 

 

Allt sett í pott og leyfið suðu koma upp.  Látið þá malla við meðal hita í 10 mín.  Setjið sultuna í skál og leyfið henni að kólna.  Ef þið viljið hana hana maukaða þá skellið þið henni í blender (eða maukið með töfrasprota).

IMG_3170

IMG_3272

IMG_3365

Það var asni kuldalegt um að litast í Kjósinni um daginn.

Einföld sulta, frekar en að láta berin rotna inn í ísskáp

Af því að ég er svo brjálæðislega “seasonal”  þá verð ég að koma þessu frá mér. Það er reyndar aðeins of seint í rassinn gripið en ég get þá bara endurbirt þetta að ári liðnu, á réttum tíma, það væri í sirka september. En ég er nú líka bara að hugsa um öll berin sem fólk kaupir út í búð.

ber

Ef þið eigið innflutt fersk ber sem þið hafið keypt á uppsprengdu verði út í búð inn í ísskáp og þau eru að fara að mygla (þrátt fyrir að þið hafið keypt þau í gær) þá er algjör snilld að henda þeim í lítinn pott með sykri og skvettu af vatni og þá eigið þið sultu sem geymist …að minnsta kosti lengur en “fersku” berin.

ber

Sulta

 • Ber
 • Sykur (50% af þyngd berja)

Ég set stundum smá vatn með berjunum, nokkrar matskeiðar til að fá meiri vökva því það gufar svo upp.

Allt sett í pott og leyfið suðu koma upp.  Látið þá malla við meðal hita í 10 mín.  Setjið sultuna í skál og leyfið henni að kólna.  Ef þið viljið hana hana maukaða þá skellið þið henni í blender (eða maukið með töfrasprota).

IMG_0781

Á hverjum degi þegar ég var að sækja stelpuna á leikskólann í haust gekk ég fram hjá fáeinum rifsberjarunnum. Það virtist engin hafa áhuga á að sækja sér ber þannig að ég tók mig til einn daginn og týndi nokkur ber.  Það var nú ekki stór uppskera þetta árið en ég fór sæl heim með að minnsta kosti 100 grömm af rifsberjum. Það tók enga stund að henda þeim í pott með smá vatni og sykri og tíu mínútum seinna var ég komin með stórgóða rifsberjasultu. Einfaldara gæti það ekki verið.

 

Brauðterta með reyktum laxi og rjómaosti

Ég bjó til brauðtertu fyrir eins árs afmæli sonar míns. Þegar maður er svona ungur þá er ekki í boði að háma í sig súkkulaðiköku þannig að ég ákvað að gera köku sem hann gæti fengið smá smakk af.

Í þessari uppskrift maukaði ég saman reyktum lax og sýrðan rjóma, að sjálfsögðu heimagerður sýrður rjómi. Maður smyr svo rjómaosti utan á brauðtertuna, en rjómaostur og reyktur lax passar svo vel saman.

Uppskriftin kemur upphaflega frá tímaritinu Saveur. Ég ákvað að nota brauðtertubrauð sem fæst út í búð en einnig er hægt að baka sitt eigið brauð og skera það í sneiðar, langsum.

Þetta endaði á að vera hin glæsilegasta terta og sómaði sér vel á hlaðborðinu og ekkert er til fyrirstöðu að stinga einu eða fleiri kertum á þessa brauðtertu ef það er afmælisbarn á staðnum sem vill blása.

01terta

Laxamauk:

 • 400 g reyktur lax

 • 100 ml mæjónes

 • 100 ml rjómi

Blandið saman reyktum lax, mæjónesi og sýrðum rjóma í blender eða matvinnsluvél.

Rjómaostablanda:

 • 300 g rjómaostur

 • 300 ml sýrður rjómi

 • 1 tsk salt

 • 1/2 tsk svartur pipar

Blandið saman rjómaosti og sýrðum rjóma með gaffli. Kryddið með salti og pipar.

Sinnepssósa:

 • 1 1/2 msk sykur

 • 1 1/2 msk Dijon sinnep, við stofuhita

 • 1 1/2 msk sætt sinnep, við stofuhita

 • 1/2 tsk salt

 • 100 ml góð ólífuolía, við stofuhita

Hráefnið í sinnepssósuna þarf að vera við stofuhita svo það skilji sig ekki. Blandið öllu saman og hrærið því vel saman t.d með gaffli.

Álegg milli laga og ofan á tertu:

 • 400 g reyktur lax

 • 2-3 soðin egg

 • 1/2 agúrka

 • Romaine salat

 • Steinselja, með flötum laufum

 • Smjör, 2-3 msk

02terta

Fyrsta lag:

Smyrjið laxamaukinu á brauðtertubrauðsneið og þekið svo með agúrkusneiðum.

03terta

Annað lag:

Smyrjið smá smjöri á næstu brauðtertusneið. Leggið svo laxasneiðar ofan á brauðsneiðina. Geymið nokkrar sneiðar til að skreyta tertuna. Smyrjið sinnepssósunni yfir laxasneiðarnar.

04terta

Dreyfið salati yfir laxinn og sinnepssósuna.

Gerið fyrsta og annað lag til skiptist miðað við hversu mörg lög þið viljið hafa, ég var með 5 sneiðar og því tvö lög af hvoru.

05terta

Nú kemur að því að draga fram listamanninn í ykkur. Ég skreytti með soðnu eggi sem ég skar í sneiðar, reyktum laxi, rækjum og steinselju. Þessi með flötum laufum kemur fallega út.

Byrjið á því að smyrja rjómaostblöndunni á allar hliðar kökunnar, svipað og ef þið væruð að smyrja köku með smjörkremi.

06terta

Ég bjó til rósir úr laxinum, það er mjög auðvelt, maður einfaldlega rúllar upp þunnum laxasneiðum.

07terta

Ég átti afgang af brauðtertubrauði og laxamaukinu og bjó til þríhyrningssamlokur úr afganginum.

08terta

Daginn eftir í blíðviðri fórum við í bíltúr um nágrenni okkar í Hvalfirðinum og enduðum á Bjarteyjarsandi. Þar er lítið notalegt kaffihús, það fannst geitinni.

10terta

Bókaskápurinn:

Nú er ég að lesa bók eftir Michael Moss sem heitir Sugar, salt, fat:How the Food Giants Hooked Us

Ég mæli eindregið með þessari bók, hún fæst einnig fyrir Kindle.

Heimagerður sýrður rjómi og Labneh

Sýrður rjómi passar svo vel með mörgu, hann fer sérstaklega vel með mexíkóskum mat, ef þið prófið að gera Huevos Rancheros sem ég talaði um í síðustu færslu þá er heimagerður sýrður rjómi fullkominn með þeim rétti.  Svo er hann góður í súpur, frábær með reyktum lax, kemur í staðin fyrir mæjónes í sósum og svo má setja hann út í pottrétti og ofnrétti.

Ég nota sýrðan rjóma mjög mikið, nema í staðin fyrir að kaupa hann út í búð þá bý ég hann til sjálf og það er einfaldasta mál í heimi og maður sparar meira að segja smá aur.

Ég helli AB mjólk í gegnum kaffipoka eða grisju þannig að mysan í AB mjólkinni lekur í gegn. Því betur sem þið látið mysuna leka úr mjólkinni því mýkri afurð fáið þið og þykkari.

Yfirleitt tekur það ekki meir en klukkutíma að fá ágætan skammt af sýrðum rjóma.  Alls ekki henda mysunni því það má nýta hana í ýmislegt.  Mysan er meinholl og próteinrík.  Til dæmis er hægt að nota hana í brauðgerð í stað mjólkur eða vatns, setja í smoothie og svo þykir hún góð sem fóður fyrir skepnur.

Heimagerður sýrður rjómi.

Sýrður rjómi

 • 2 dl Ab mjólk
 • Kaffifilter eða grisja


Setjið kaffipokann ofan í glas eða annað ílát og fyllið það af AB mjólk.  Leyfið mysunni að leka í gegn í klukkustund eða lengur, eftir því hvaða áferð þið viljið fá á lokaafurðina. Ef þið eigið kaffitrekkt, þá virkar það mjög vel.

Sýrður rjómi með mið-austurlensku ívafi.

Labneh
Í Mið-Austurlöndum er þessi aðferð þekkt sem Labneh og það má bragðbæta hann á ýmsa vegu.
Ef þið viljið bjóða upp á Labneh með mið-austurlenskum mat þá væri hægt að setja sýrða rjómann í skál og dreypa góðri ólífuolíu ofan á og eitthvað gott krydd eins og smátt saxaða steinselju og þurrkaðar chili-flögur.
Ég mæli með því að hafa það einfalt og leyfa góða bragðinu af jógúrtinni að njóta sín og fá svo kryddið úr réttunum sem borið er fram með Labneh.

Chili frá Frú Laugu.

Ég keypti svo fallegan chili-pipar í Frú Laugu, ræktaður hér á Íslandi og góður styrkur í honum.  Ég tók mig til og keypti heilan helling og þurrkaði hann og marði hann svo í flögur. Nú á ég fulla krukku af  dásamlega “ferskum” chili.

Huevos rancheros, besti morgunmatur í heimi, og egg elduð í muffinsformi

Næst þegar þið bjóðið í brunch þá mæli ég með Huevos rancheros. Þetta er mitt uppáhald, með slatta af jalapeno og fersku kóríander.
Farið nú og finnið einhverja góða vini eða fjölskyldumeðlimi og bjóðið þeim í Huevos ranchers brunch  fljótlega.
Svo þetta smakkist sem best þá verðið þið að nota ferskt kóríander, ferska heimagerða salsa, ferskt heimagert guacamole og heimagerðar nýsteiktar tortillur.

Já það þarf að hafa fyrir þessum rétti en það er hverrar mínútu virði þegar sest er til borðs, fáið ykkur bara smá Mímósu á meðan þið nostrið við matargerðina.

Besti morgunmatur í heimi

Til að gera gott Huevos rancheros þarf:

Svartar baunir, steiktar með góðgæti
Tómat salsa
Egg
Mossarella, ferskur
Guacamole eða bara avacado
Maís tortillur
Fullt af fersku kóríander
Sýrður rjómi

Besti morgunmatur í heimi

Svartar baunir

 • Svartar baunir, í dós eða soðnar
 • Græn paprika, smátt skorin
 • Laukur, smátt skorinn
 • Salt og pipar
 • Ferskt kóríander
 • Hvítlaukur, 2-3 rif pressuð
 • Ferskur jalapeno, smátt skorinn
 • Gott krydd.  Ég nota helst chilpotle í adobo sósu, og svo á ég líka þurrkað “smoked chilpotle” krydd.

Grænmetið skorið smátt og allt steikt á pönnu í góðri olíu, kryddað eftir smekk.

Besti morgunmatur í heimi

Ef maður er á annað borð að gera Huevos rancheros þá er nauðsynlegt að gera heimalagaða tómat salsa.

Tómata salsa

 • Tómatar, smátt skornir
 • Hvítur laukur, smátt skorinn
 • Ólífuolía
 • Ferskur eða niðursoðinn jalapeno, smátt skorinn
 • Ferskt kóríander, smátt skorið
 • Salt og pipar

Blandið öllu saman í skál.  Það er hægt að sleppa jalapeno ef þið viljið hafa hana milda.  Það er lykilatriði að vera með ferskt kóríander.  Einnig væri hægt að merja smá hvítlauk út í.

Besti morgunmatur í heimi

Egg

Ekki má gleyma eggjunum.  Það er sniðugt að baka eggin í muffinsformi í ofni ef maður þarf að elda mörg egg í einu.  Hafið ofninn á 190°c og fylgist vel með þeim, sérstaklega ef þið viljið ekki ofelda rauðuna.

Guacomole

Ég geri lítið annað en að stappa avocado gróft og salta hann vel.  Stundum saxa ég ferskt kóríander og blanda við.

Besti morgunmatur í heimi

Best af öllu er tortillur úr Masa harina hveiti, maíshveiti.  Ég held að Kostur selji Masa harina. En ef þið getið ekki nálgast Masa harina þá má nota venjulegt hveiti í staðin fyrir maís hveitið.

Maís tortilla

 • 5 dl Masa harina
 • 2,5 dl volgt vatn
 • 1-2 tsk salt
 • Ferskur chile pipar (má sleppa)

Setjið maíshveitið og salt í skál.  Bætið við volgu vatni eftir þörfum, ca 2,5 dl og hrærið saman þar til þið erum komin með mjúkt deig, það má vera svolítið blautt.  Búið til nokkrar kúlur á stærð við golfkúlu og fletjið þær út með því að leggja nestispoka sitthvorum megin við kúluna og þrýsta svo flötum diski eða skurðarbretti ofan á þær.  Leggið chili piparinn ofan á kökurnar og þrýstið aftur létt á kökurnar. Steikið á pönnu í olíu, eða á þurri pönnu, á báðum hliðum, um það bil 1 mínúta á hvorri hlið.

Berið öll herlegheitin á borð og bjóðið fólki að fá sér tortilla köku og allt það meðlæti sem það kærir sig um.

Ég ber einnig á borð ferskan mossarella og sýrðan rjóma.

Njótið!

Fallegasta kaka sem ég hef baka – Frönsk súkkulaðikaka með vanillurjóma og ferskum jarðarberjum

Jarðaberin í Frú Laugu eru óendanlega girnileg þessa dagana.  Með svona falleg ber þá vill maður helst halda í ferskleika þeirra svo bragðið njóti sín og svo eru þau svo falleg. Hvað er gott með jarðarberjum?  Jú, til dæmis súkkulaði og rjómi…

Uppskrift má nálgast á blogginu mínu The house by the sea – foodwaves.

strawberries

 

cake

 

cake

cake

 

cake

 

Svolítið ítalskur brunch

Það kom að því að hægt var að sitja út á svölum í glaða sól og góðum hita.  Ég notaði tækifærið og gerði svaka fínan brunch, einnig út af því að við erum að passa rosalega fín garðahúsgögn fyrir vini okkar og það var perfect dagur í gær að sjá hvort þau væru nothæf og viti menn, það verður hvert tækifæri nýtt út á svölum í sumar til að bjóða í brunch.

Það var eitthvað stórkostlegt við þennan rétt, kannski var það sólin og hlýja veðrið, kannski var það frábæru garðahúsgögnin eða Beronia, Reserva, sem var borin fram með réttinum.  Hvað sem það var þá mun ég geri þennan aftur því hann var að dansa!

Ég notaði það sem var til sem var:

egg

Spæld egg í tómatsósu 

 • Passata, tómatar í glerflösku, lífrænir frá Biona (sósa)
 • Paprika
 • Fersk basilika
 • Hvítlaukur
 • Parmasen ostur
 • Salt
 • Pipar
 • Oregano
 • Egg (eins mörg og þið viljið borða)

Ég skar papriku smátt, steikti í ólífuolíu  með hvítlauk, bætti viðtómatsósu og kryddi og lét malla smá.

egg

Svo braut ég 3 egg út í sósuna, þannig að eggin fljóta ofan á sósunni, þau þurfa ekki að snerta pönnuna.

ég setti lok á pönnuna til að eggin elduðust ofan á líka.

egg

Í lokin saxaði ég ferska basil og reif niður parmasenost sem ég stráði yfir.

Með þessu bar ég fram ofnbakað beikon og nokkurskonar rósmarín grissini stangir.

Lykillinn er að nota góða tómatsósu.  Mér finnst Passata frá Biona mjög góð.

Dumplingar – Kínverskir…og klikkað góðir

Það eru til dumplingar frá öllum heimshornum, mér finnst þeir allir hljóma girnilega.  Ég gúgglaði nokkra og valdi svo að elda kínverska dumplinga.  ég var með svaka fínt grísahakk frá Frú laugu.  Ég er afskaplega lítið fyrir svínakjöt og kjúklingakjöt, ekki afþví að mér finnst það vont heldur út af framleiðsluferlinu.  Þannig að þegar ég sé kjöt sem mér lýst vel á þá stekk ég til og elda eitthvað gott.

Eins og í þetta sinn.

Þessir dumplingar voru meiriháttar.  Ég mæli með að steikja þá fyrst og sjóða svo þar til kjötið er eldað.

Einhverntíma ætlaði ég að vera metnaðarfull og taka saman  dumplinga mismunandi landa en svo rakst ég á síðu þar sem var búið að því, þannig að í staðin fyrir að fara að finna upp hjólið þá hendi ég bara hér með inn linknum á þessa síðu, þetta er eiginlega B.A ritgerð um Dumplinga sem er á frábærri vefsíðu sem ég skoða reglulega.

The Serious Eats Guide To Dumpling Styles Around the World

Hér er svo uppskrift að mínum dumplingum.  Ég fæ að henda inn uppskriftinni á ensku

Kínverskir Dumplingar

Dough

 • 4 cups flour
 • 2 cups water
 • Flour for dusting

Mix, kneed until smooth, set aside for 30 minutes.  Roll it out into a long sausage. cut into small pieces, about 2 cm.  Roll out like a pizza dough

Filling

 • 500 g ground pork
 • 1 Napa cabbage
 • 1-2 spring onions
 • 1 tablespoons grated ginger
 • 2 teaspoons salt
 • 1 teaspoon brown sugar
 • 2 tablespoons soy sauce
 • 2 tablespoons sesame oil

Dipping sause

 • 2 tbsp soy sauce
 • 1 tbsp mirin
 • 1 tsp finely chopped garlic
 • 1 tbsp finely chopped spring onions
 • Finely chopped chili pepper (if you like some spice to it)

Mix well.  Serve in a bowl on the side with the dumplings.  You might need to double the recipe or just make as much as you think you need.

dumplings

Mix everything well together

dumplingsIMG_5750

Flatten out the dough and make thin, round cakes.  I cut mine with a large glass.

dumplingsIMG_5751

Add a tablespoon or two of the ground pork mix to each cake.

dumplingsIMG_5759

First I fry them, then I add water water and boil it.

dumplingsIMG_5777

Serve the dumplings with a good soy sauce

dumplingsIMG_5781

Dip the Dumplings in the Soy

dumplingsIMG_5782

Eat.
dumplingsIMG_5784

I think it´s important to get the bottom of the dumplings fried, not only boil them, to get some texture.


dumplingspizzaIMG_5772

I had some left overs, both dough and ground pork, what do you do?

Of course you flatten out the dough and make dumpling pizza.

mbl_5april

I have been interviewed few times last week because I made apps for kids teaching them the alphabet, numbers, colors and more.  There are no apps like that in Icelandic for kids, probably because this is not a big market.

All our apps so far are for free and we made it in English as well.  Take a look at the website, www.soffia.net,  where you can also play the alphabet and the numbers if you do not have an Android phone.

frettabl_4.3

I made few apps a year ago, then I was on a maternity leave and wanted to do more apps.  I  teamed up with a girl named Helga and we call our project Lean Laundry.

I am very proud of us, we are both on maternity leave now, and between taking care of babies, the house, doing laundry and cooking dinner we make educational multimedia material for babies and kids.

Check us out on Facebook and put a little LIKE on us.

Viðtal við mig á bleikt.is – Risotto með Merguez, lambapylsum

Ég var að setja í loftið nýja vefsíðu fyrir börn.  Þar er m.a hægt að nálgast stafrófsleikinn minn og stafrófsappið sem er frábært fyrir krakka 1-5 ára, jah, og bara alla sem eru að læra íslenska stafrófið.  Það er rosa fínt viðtal við mig og Helgu, samstarfskonu mína á bleikt.is.  Þar getið þið fengið að vita allt um verkefnið okkar, Lean Laundry.

soffia

En tölum nú líka aðeins um mat.

Ég keypti mjög fínar Merguez í Frú Laugu.  Ég bar það fram með risotto, það átti mjög vel saman.

merguez

Hér áður fyrr þá gat ég ekki gert risotto nema ég ætti hvítvín og allt sem í uppskriftinni stóð því það var talað um að það væri mikil kúnst að gera risotto, sem það er, af því að maður þarf að standa við í um 20 mínútur á meðan maður bætir vökvanum smám saman út í.

Það er yfirleitt talað um soð, en ég átti ekki heimagert soð og þar sem ég nota ekki teninga þá notaði ég bara vatn.  Risottoið fær alveg nóg bragð af öllu því ferska sem í það fer hvort eð er og svo eru lambapulsurnar kryddaðar líka, þannig að ekki vantar bragð í þennan rétt.

Það eru fín grjón í Frú Laugu og svo sá ég líka í Melabúðinni Arborio grjón frá Rustichella d’abruzzo. Ef þið eigið ekki hvítvín þá má bara nota vatn með smá slettu af sítrónusafa.

risotto

 Risotto með Merguez, lambapylsum

 • 2 msk smjör
 • 2 msk extra virgin ólífuolía
 • 1/2 laukur
 • 2-3 rif hvítlaukur
 • Góð lúka af kastaníusveppum
 • 1 bolli Arborio grjón
 • 1/3 bolli hvítvín
 • 2 bollar kjúklingasoð
 • 1/2 bolli parmasen ostur
 • Ferskar kryddjurtir eftir smekk, t.d garðablóðberg eða rósmarín (ekki nauðsynlegt)
Brúnið sveppina á annari pönnu í smá stund upp úr góðri olíu og smá smjöri og bætið þeim svo við risottoið í lokin.
Svitið lauk og hvítlauk í potti, bætið út í grjónunum og brúnið í 2 mínútur.  Hellið þá hvítvíni (eða vatni) og látið gufa upp.  Þá hellið þið einni ausu í einu í pottinn af kjúklingasoði (eða vatni) og látið hverja ausu gufa upp áður en næsta er sett í.
Bætið við rifnum parmasenostinum og sneiddum brúnuðum sveppunum.
ALLTAF AÐ HRÆRA Í POTTINUM Á MEÐAN ÞIÐ ERUM AÐ BÆTA VIÐ SOÐINU, mjög mikilvægt og ekki líta af pottinum, þá getur allt brunnið við. 
Berið fram með Merguez, ég tók skinnið af og steikti á pönnu og bætti svo vatni út í og lét malla þar til hún var elduð.  Þá skar ég hana í bita og blandi við risottóið.
Hér er önnur góð risotto uppskrift
strá
 Ekki svo gleyma að kíkja á bleikt.is

Túnfiskur undir þaki – Fyrsta máltíðin sem ég eldaði fyrir kærastann

Þessi máltíð hefði bara betur mátt lifa í minningunni.  Þegar uppi  er staðið þá er þetta bara heitt túnfisksalat með bechamel sósu og smjördegi.

Við erum að tala um að það eru næstum því 20 ár síðan ég dúkaði skrifborðið mitt inn í herberginu mínu og bauð upp á þennan rétt með flösku af Lambrusco.

Þetta var fyrir tíma digital myndavéla og instragram þannig að ég því miður ekki mynd frá þessu stórkostlega kvöldverðarboði.  En það lifir þrátt fyrir það vel í minningunni, eins og það hafi gerst í gær…næstum því.

tuna

Ég á litla ferðatösku fulla af úrklippum og litlum bæklingum með uppskriftum sem ég hef sankað að mér (Þessir sem maður fær ókeypis hér og þar í búðum frá t.d osta og smjörsölunni og fleira.)

Einn af þessum bæklingum, einmitt frá Osta og smjörsölunni inniheldur uppskrift sem ég fór eftir þegar ég bauð kærastanum í mat í fyrsta sinn, eins og ég sagði, það eru ansi mörg ár síðan og margt munnvatn runnið til sjávar síðan þá.

Ég fór að grafa ofan í töskuna í leit að þessari uppskrift því ég hef bara gert hana í þetta eina skipti og mundi ekki alveg hvernig hún var.  Lukkulega þá fann ég hana. Ég fór mjög nákvæmlega eftir uppskriftinni á sínum tíma og gerði slíkt hið sama núna.  Myndin sem fylgir uppskriftinni í bæklingnum er rosalega girnileg samt.  Þetta er alls ekki vont og ef þið kaupið vandaðan túnfisk í dós þá er þetta frekar hreint og basic hráefni, þó ekki megrunarfæði.

Uppskriftin er svohljóðandi.

tuna

Túnfiskur undir þaki (Gott úr ofninum, NR 95.  Osta og smjörsalan sf.)

 

 • 1/2 laukur, sneiddur
 • 1/4 paprika, sneidd
 • 3 msk smjör
 • 6 msk hveiti
 • 1/2 tsk salt
 • 7 1/2 dl mjólk
 • 200 g túnfiskur úr dós
 • 3 harðsoðin egg, söxuð
 • 2 msk sítrónusafi

þak

 • 225 g hveiti
 • 3 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk pipar
 • 3 msk smjör
 • 1 1/4 dl mjólk
 • 75-100 g 26% ostur, rifinn
 • 2 paprikur, saxaðar

Hitið ofn í 220°c.  Laukur og paprika látið krauma í smjöri þar til það verður mjúkt.  Þá er hveitinu hrært saman við.  Mjólk bætt út  og hræra þar til þetta sýður og þykknar. Saltið.  Bætið út í túnfiski., eggjum og sítrónusafa.  Setjið blönduna í smurt eldfast mót.

tuna

Þak: Sigtið saman hveiti og lyftidufti.  Saltið og piprið.  Myljið smjörið saman við með fingrum.

Þá er mjólkinni bætt út í.  Hnoðað með hröðum handtökum þar til deigið verður samfellt og glansandi.

Svo fletjið þið það út í ferkantaða köku.

tuna

 Stráið osti og papriku yfir.

tuna

Rúllið upp eins og þið væruð að rúlla upp rúllutertu.

tuna

Skerið rúlluna í sneiðar, ca 2 sm sneiðar.

 tuna

Raðið rúllum yfir fyllinguna í eldfasta mótinu.

tuna

Bakið í um 30 mínútur.

tuna

 

Þetta verður kannski á boðstólnum hjá einhverjum um helgina.  Ég er viss um að mörgum krökkum þætti þessi réttur góður.

Góða helgi.

 

Endalausir skandalar

Ég nenni nú ekki að fara út í þetta í löngu máli, en að engin af 16 sýnum hafi uppfyllt allar kröfur um merkingar er ansi slakt og að ekki hafi verið nautakjöt í nautakjötsböku…Það er ekki verið að eitra fyrir okkur en það er verið að blekkja okkur og ef þeir komast upp með það þá ganga þeir eflaust bara alltaf lengra og lengra.  Ætli þeir myndu þá ekki blákalt eitra fyrir okkur ef það sparaði krónur og aura.  Annað eins gerðist nú í Kína með þurrmjólk (FYRIR UNGABÖRN) og mörg dóu og hundruð þúsundir veiktust…Allt til að græða?

Eins og ég hef nú oft sagt þá eyði ég miklum tíma í eldhúsinu því ég geri nánast allt frá grunni og kaupi ekki  unnar vörur, engan pakkamat eða sósujafnara, kraft eða teninga… ég bý til nú samt alltaf Pig in a blanket með SS pulsum fyrir afmæli 😀

pulsur

Ég bjó til færslu fyrr á síðasta ári en birti hana aldrei.  Ég náði í hana núna því hún á ágætlega við í dag og hér er hún:

Smá breytingar – engir öfgar.  Hvað má betur fara? 10 dagar!

Það er hægt að gera ágætis breytingar á matarræði án þess þó að fara út í öfgar.  Og ef þið eruð eins og ég og eruð ekki að fara að elda úr agavesýrópi, spelti, kókósolíu og viljið baka pizzur úr venjulegu hvítu hveiti þá er hægt að gera ýmislegt til að leggja grunn að góðu matarræði.

Það eru margir sem nota mikið af tilbúnum mat að það er ágæt tilraun fyrir marga að prófa að sleppa því að kaupa pakkamat og tilbúin mat í 10 daga til að vera meðvitaðri um það sem maður borðar. 

Það gæti verið aðeins dýrara ein innkaup þegar maður er að koma sér upp smá matarbúri en ég hef tekið eftir því að verðið á matarkörfunni hjá mér er mun minni en áður eftir að ég fór að gera mest allt sjálf, eins og pasta, núðlur, ís, kex, sultur, sósur og fleira.

Það er mikil breyting og meiri vinna sem fylgir eldamennsku, en það getur verið gaman og  um að gera að virkja alla fjölskylduna í að elda og vera meðvitaðri um góðan mat.  

Með tilbúnum mat þá er ég til dæmis að tala um:

 • Allar sósur osfv í krukkum
 • Pakkamat 
 • Amerískt og önnur morgunkorn
 • SS pulsur
 • Frosin mat
 • Tortilla kökur
 • Granóla orkubar
 • Kjötfars
 • Pepperóní
 • Súputeninga
 • Kex og sælgæti 

… og svo mætti lengi telja.  

Mjólk, jógúrt, AB mjólk og skyr er í góðu lagi svo framarlega sem það er ekki með bragði.  Það er svipað og að kaupa nammi að versla svona Skóla-jógúrt, Engjaþykkni og hvað þetta allt heitir.  

Eitt einfalt skref í rétta átt er að versla hreinar mjólkurvörur og sæta þær sjálfur með smá hunangi eða ávöxtum.   

 

Hollt og gott í 10 daga

 • Fyrst og fremst er það að kaupa engan tilbúin mat, hvorki í pökkum, krukkum, bökkum né frosinn.
 • Ekki fara út að borða eða take away.
 • Engar kökur eða kex nema maður geri það sjálfur
 • Ekkert gos, Svali og sykraðir ávaxtadrykkir eða nammi.
 • Hafa meirihluta fæðunnar grænmeti og fisk.
 • Ef þið bakið ekki brauð sjálf, kaupið góð brauð, ekki froðubrauð í stórmarkaði. 
 • Sleppið súputeningum, kryddum með msg osfv.
 • Borða eingöngu hreinar mjólkurvörur sem þið bragðbætið sjálf með ávöxtum (og sykri ef þið viljið).
Þannig að þetta þarf ekki að vera alslæmt, bara elda heima frá grunni, svona 90 %. Þó svo að eitt hamborgarabrauð slæðist á matseðil eða sinnep  þá er það í góðu lagi.  Ég ætla ekkert að segja um að það þurfi að vera hýðishrísgrjón í staðin fyrir hvít hrísgrjón eða heilhveiti í staðin fyrir hvítt hveiti.  Það finnur hver hjá sjálfum sér hvað hentar í þeim efnum…. Það er nóg að byrja á að sleppa tilbúnum og unnum mat.
Það sem á ekki heima á borðum þessa 10 daga er til dæmis:
 • Cheerios
 • Pulsa í pulsubrauði með tómatsósu
 • Frosin pizza úr stórmarkaði
 • Pasta með HUNT’S spagettí sósu
 • Tikka Masala með mangó chutney úr krukku
 • Burritos gert með salsa í krukku, kryddi úr pakka og Tortilla kökum í lofttæmdum poka
 • Kjötfarsbollur með brúnni sósu

Þegar þið farið næst að versla, horfið á hlutinn sem dettur ofan í innkaupakörfuna og spurjið ykkur. Er þetta unnin vara?

Ef þið vitið ekki hvað á að vera í matinn og lítill tími þá er fiskur og kartöflur með íslensku smjöri alltaf hollur og góður kostur. 🙂

 

 

 

 

Eggjasalat

Hvað er það besta sem þú hefur borðað á þessu ári? Ég var að velta þessu fyrir mér, nú eru að verða búnir 2 mánuðir af þessu nýja ári sem mér finnst hafa byrjað í gær.  Ég var að reyna að rifja upp hvað ég hef verið að gera og ég held að kínversku dumplingarnir mínir séu það besta sem ég hef eldað á þessu ári.

Ég kem með uppskrift við fyrsta tækifæri.

Ég ætlaði að skera grænmeti sem álegg á brauð en ákvað svo að skera allt smátt og hræra þvi saman við eggjasalat.  Það var mjög ferskt og bragðgott.

eggjasalat

Eggjasalat 

 • 3 egg
 • 1/2 paprika
 • 1/4 agúrka
 • 1-2 vorlaukar
 • 3-5 msk heimagert mæjónes eða sýrður rjómi
 • Salt og pipar
(mælieiningar eru svona til viðmiðunar)

Skerið eggin með eggjaskera, langsum og þversum.  (Hæfilega miðlungsbita).  Skerið grænmetið smátt.  Blandið öllu saman með heimagerðu mæjó eða sýrðum.  Saltið og piprið eftir smekk eða um 1 tsk af salti og 1/2 af pipar.  Magnið af mæjó fer líka eftir smekk, bætið við einni og einni matskeið þar til þið eruð sátt við áferðina.

Ég kryddaði mitt ekkert meir, en það gæti eflaust verið gott að setja karrí eða jafnvel smá sinnep. Þetta var mjög ferskt svona einfalt og borið fram með nýbökuðu súrdegisbrauði

Það var ansi vetrarlegt í Kjósinni um daginn en hundarnir að Hálsi létu það ekkert á sig fá og hlupu um í snjónum, en það er sem betur fer aðeins hlýrra þessa dagana.

kjós

Þurrkaður chili pipar og markaðsetning fyrir börn

Chili piparinn frá Engi er svo góður, hæfilega sterkur.  Ég kaupi sjaldan þurrkuð krydd, þessi í stórmörkuðum eru bragðlausari en Fréttablaðið.

Ég tók mig til og þurrkaði nokkra chili pipra og setti þá í mortel og hamraði á þeim þar til þeir voru orðnir að dufti.  Það væri eflaust hægt að mala þá í kaffikvörn. Þetta var svo gott krydd að ég er komin með 4 aðra í þurrkun.  Ég bjó til Indverskan mat um daginn þar sem ég notaði engin krydd nema ferskan hvítlauk, ferskt engifer og chiliduftið mitt og smá túrmerik.  Þetta var ótrúlega bragðgóður og bragðmikill réttur.

chiliduft2

Ég fór í Krónuna, um leið og maður gekk inn var búið að setja parísar hoppileik á gólfið og dóttir mín hoppaði eftir tölunum í leiknuð þar til hún stoppaði við stóra stæðu af Orkumjólk frá Latabæ. Frábær markaðsetning.  Hún ætlaði að taka sér kippu en ég tók fyrir það.  Mér er svo illa við svona markaðsetningar fyrir börn og versla ekkert með Latabæ.  Innihaldslýsing Orkumjólkur er sú sama og á sykurskertri kókómjólk. Það stendur meira að segja orðrétt að mjólkursykurinn sé klofinn eins og stendur á kókómjólkinni.

Þannig að ég er að velta fyrir mér hvort þetta sé sama mjólkin og frá MS, þótt svo að Vífilfell sé framleiðandi?

Vatnsdeigsbollur

Ég valdi af handahófi nokkrar vatnsdeigsbolluuppskriftir af netinu til að bera saman ásamt uppskriftum frá mömmu og tengdó sem hafa bakað sínar bollur í tööööttöguogfimm ár (eða kannski nær 45 árum).  Uppskrift frá Cafe Sigrún fær að fljóta með því það eru svo margir í spelt – agave – kókósolíu pælingunni.

bollur

Leiðbeiningar við bakstur eru yfirleitt mjög svipaðar.

Sjóðið saman vatn og smjör (sykur og salt ef það er notað).  Bætið við hveiti í pottinn og hræra því kekklaust saman við. Sumir hafa pottinn á hellunni á meðan þeir hræra í hveitið aðrir taka pott af hellunni á meðan.

Setjið deigið í hrærivél

Hrærið við eggjum, einu í einu.

Deigið á ekki að leka, heldur halda lögun.

Og svo þarf að muna:

 • Það er alveg bannað að opna ofninn á meðan verið er að baka bollurnar
 • Hafa gott bil á milli þeirra  á plötunni
 • Betra of lítið af eggi en of mikið, hálft egg of mikið getur eyðilagt uppskrift

Smellið á myndina til að sjá hana stærri:

vatnsdeigsbolla

Leiðbeiningamiðstöð heimilina

Mosfellsbakarí

Pressan.is

Freisting.is

Mömmur.is

Cafe Sigrún

bolla

UPPFÆRSLA FRÁ RITSTJÓRA:

Ég var að smakka bollurnar hennar mömmu, bakaðar skv. hennar uppskrift sem má sjá hér að ofan.  þær heppnuðust vel og voru mjög bragðgóðar.  Get mælt með þeirri uppskrift.

Möndlu og 70 % súkkulaðikaka með döðlum

Dóttir mín átti afmæli og við heldum litla afmælisveislu í tilefni dagsins.  við ákváðum að “less is more”.  Það voru krakkar, kaka, kerti og blöðrur.  Fyrir henni var það hið fullkomna afmæli.

Ég á það til að fara fram úr sjálfri mér og gera roooosa mikið en í þetta sinn staldraði ég við og hugsaði, hvað borðar fólk og hvernig köku langar afmælisbarninu í.   Henni langaði í Dóru landkönnuðar köku.  NEI! Ég var ekki að fara að gera Dora the Explorer köku í fullri stærð úr fondant sem engum finnst gott.  Kökur eru til að borða ekki bara til að dást að…

Ég notaði Betty Crocker Devil´s köku,  mér finnst þær svo miklu betri en heimabakað og það er ekki eins og ég sé með hollustuna í fyrirrúmi hvort eð er.

Svo klippti ég út Dóru landkönnuðar pappadisk og setti fígúrur á grillpinna og stakk í kökuna.  Sú þriggja ára var rosalega ánægð og fondant smondant, kakan var góð.

Ég var þó næstum búin að klúðra þessu þegar ég setti stjörnuljós sem var búið að beygja eins og tölustafinn 3 á kökuna en engin kerti.  Þá sagði mín, “Ég vil fá kerti til að blása á! “. Ég átti sem betur fer kerti.

 

Note to self…  Þetta eru börn, það eru hefðir, höldum okkur við þær.  Héðan í frá verða alltaf kerti á afmæliskökum 🙂

hamborgarakaka02

Einu sinni gerði ég hamborgaraköku, það var samt alveg gaman.  Og reyndar var fondant bara inn í kökunni.

Heilsusamlega kakan kom úr uppskriftarsafni frá Ebbu Guðnýju skilst mér.  Ég fann uppskriftina hér.

döðlukaka

Möndlu og 70 % súkkulaðikaka með döðlum  

 • 1 bolli döðlur, (leggja ´ibleyti í smá stund)
 • 1 bolli möndlur
 • 120 g 70 % súkkulaði
 • 1/4 bolli sykur
 • 3 msk hveiti
 • 1 teskeið vanilludropar
 • 3 msk vatn (vatnið sem döðlurnar lágu í)
 • 2 egg
 • 1 tsk lyftiduft
Blandið öllu saman.  Ég saxaði möndlurnar og súkkulaði gróft, en það mætti líka setja það í matvinnsluvél.

Setjið blönduna í form og bakið við 150°c í 40 mínútur.  Berið fram með rjóma eða Ís.

Ég nota venjulegan sykur og hvítt hveiti (reyndar lífrænt og steinmalað en ekki spelt eins og upprunalega uppskriftin segir)

döðlukaka

Matur fyrir ungabörn – Hvað er tísku núna?

Það vefst eflaust fyrir mörgum foreldrum hvað gefa eigi börnunum þegar þau fara að fá fyrstu alvöru fæðuna.

boy

Það er ekki langt síðan ég var í þessum vangaveltum með fyrsta barn og er nú aftur að velta þessu fyrir mér með annað barn.  Auðvitað byrjar maður á því að flækja hlutina því maður er að reyna að gera sitt allra allra besta þegar kemur að því að næra litla krílið sitt.

Ef þið nennið ekki að lesa alla færsluna þá er hér stutta útgáfan:

Stutta útgáfan…

Fiskur er víst rosa fínn fyrir 7. mánaða skv nýjustu rannsóknum.

Cheerios er skítur, Byggi er flottur

Borðum íslenskt, eldum mat frá grunni

Bökum brauð

Og sú langa… 

kartöflur

Ég var á því að kartöflur og fiskur væri góður matur.  Þetta hefur fætt íslendinga frá örófi alda.  Þetta er eitthvað sem landið gefur af sér og það er það fyrsta sem ég hugsa til, hvað vex í kringum okkur.

Kornið hefur verið lengi til.  Bygg er ræktað á Íslandi með góðum árangri.  Bygggrautur með íslensku smjöri er afbragðs fæða.  Ég byrjaði á hirsigraut fyrsta mánuðinn á meðan líkaminn var að koma sér í gang að byrja að melta eitthvað annað en móðurmjólkina.

En svo byrjar maður að google-a og þá byrja vandræðin.  Það má alls ekki gefa hveiti, það er svo mikill ofnæmisvaldur, það má alls ekki gefa fisk fyrsta árið og svo framvegis, ekkert má.

drekaávöxtur

En svo les maður að það sé svaka sniðugt að gefa Papya, kókósolíu, og eitthvað fleira sem er svo fjarri mér hér á litla Íslandi.

Þangað til…  Ég talaði við hjúkrunarfræðinginn um fiskinn góða og jújú, nú er búið að breyta.  Það má alveg gefa fisk.  Rannsóknir sem sýndu annað eru þá úreldar og nýjustu rannsóknir sýna að fiskur er fínn fyrir 7. mánaða börn og ekki sá ofnæmisvaldur sem menn héldu.

Jæja, segi ég þá.   Fiskur, kartöflur og íslensk smjör skal það vera, ÍSLENSKT SMJÖR en ekki kókósolía í krukku sem ég veit ekkert um… (miðað við ólífuolíu skandalinn)

gulraetur

Svo eigum við fullt af góðu grænmeti, paprikur, gulrætur, agúrkur, tómatar svo eitthvað sé nefnt.

Það þarf ekki alltaf að flækja málin.

rauðmagi

En eins og málin standa í dag þá á að vera í góðu lagi að gefa ungabörnum fisk, samkvæmt hjúkrunarfræðingi í ungbarnaeftirliti.

Það er mjög gott að hafa til hliðsjónar hvað sé ekki æskilegt því það er ýmislegt sem ekki ekki má gefa ungum börnum eins og til dæmis hunang og það er vitað mál og sleppa salti því nýrun eru óþroskuð.  Maður verður svo einna helst að hlusta á eigin sannfæringu.

Og svo í lokin þá er ég antí Cheerios manneskja.  Þar er afurð full af allskonar þótt þeir gefi sig út fyrir að vera rosa hollir, aðallega því þeir eru með minni sykur en margt annað morgunkorn.

Ástæðan fyrir því að ég útiloka Cheerios og amerísk morgunkorn er sú að það er hægt að dansa svo í kringum hlutina til að þeir hljómi hollir og FDA dansar með stóru fyrirtækjunum.  (ég er farin að hljóma eins og samsæriskenningaróð manneskja, o well).   Cheerios inniheldur Trisodium phosphate sem er notaði í þvottaefni og sápur, bragðefni, HFCS (High fructose corn syrup), svo hef ég heyrt að 8 g af 28 g séu whole grain.  Og þar sem FDA segir að MSG þurfi ekki að standa á vörunni þá er það eflaust til staðar.

Ég kaupi Bygga, hreinan og íslenskur í alla staði.  Þegar litlu dúllurnar eru farnar að æfa fínhreyfingar þá er upplagt að gefa þeim Bygga, frekar en Cheerios.  Og þá segja margir, en Byggi er eins og borða fréttablaðið á meðan Cheerios er gott, en afhverju haldiði að Cheerios sé svona “gott”?  Því það er allt sett í það til að kítla bragðlaukana og fá okkur til að kaupa meira og meira, því þegar allt kemur til alls þá snýst þetta um markaðsetningu og sölumennsku.

brauð

Á ég eitthvað að minnast á hversu frábært það er að baka sitt eigið brauð þar sem þú veist hvað fer í það.  Ég veit að mörg brauð út í búð nota til dæmis smjörlíki og heyrst hefur líka, tata… iðnaðarsalt 😉

Ef þið kaupið brauð spurjið bakarann hvaða hráefni hann notar.  Ég get mælt með súrdeigsbrauðunum frá Sandholt.

hveiti

Ég nota lífrænt hveiti, steinmalað frá ítalíu, hveiti sem ég treysti að sé gott.  Hvað er betra fyrir litlu angana en að narta í litla brauðmola, heimabakað með smá smjöri?

Þetta voru hugleiðingar dagsins, alltaf gott að hugsa “upphátt”.

Skál 😛 !

Ég elska Charlie Brown.  Þetta kemur öllum í jólaskapið…eða hvað?

jóla en samt bara 17 dagar frí fyrir ykkur útivinnandi og okkur heimavinnandi að fá ykkur útivinnandi í frí.

calendar

Ekki er allt vænt sem vel er grænt – Svínafóður!

Ég er frekar fúl út í einstaka kartöflubændur, ég hef keypt oftar en ekki poka þar sem meirihlutinn eru grænar kartöflur.  Þsð er sagt að maður eigi ekki að borða grænar kartöflur, þær hafa fengið á sig sól og mynda óæskileg efni (Sólanín) ásamt því að vera beiskar og þar af leiðandi bara óætar.

Og þótt svo þetta drepi mann ekki endilega þá er þetta ekki eitthvað sem maður á að láta bjóða sér, sérstaklega þar sem kartöfluræktun er eitt af því fá hér á landi sem þrífst vel.

Svo er maður svo mikill plebbi að maður fer aldrei í búðina til að skila svona óætum vörum, heldur sker maður hýðið af kartöflunni, svo vel að eftir stendur afhýðuð kartafla á stærð við baun.

Svo eru þessar kartöflur í gulum pokum svo það er ómögulegt að segja til um hvernig ástand þeirra er.

Þá er ég búin að létta á mér.  Á hressari nótum…  þá geri ég stundum mæjónes.  Stundum tekst það ekki sem skildi og ég sit uppi með hálfan líter af olíu og eggjarauðu.

Það er víst lykilatriði að vera með olíu og eggjarauðu við stofuhita.

Ef þið eruð með egg beint úr ísskáp þá má setja það í  volgt vatn í smá stund til að flýta fyrir að það nái stofuhita.

mayo

Mayo

 • 1 eggjarauða
 • 3/4 bolli ólífuolía (eða um það bil)
 • Salt, bara smá
 • 1-2 msk sítrónusafi

Nú þarf sterka hönd og eitthvað til að hræra mig, eða það þarf helst 2 hendur þannig að það er ágætt að fá einhvern í lið með sér til að skiptast á að hræra.

Blandið saman eggjarauðu, salti og sítrónusafa.  Hellið olíunni mjög hægt til að byrja með, bara í dropatali. Þegar blandan fer að ná þeirri þykkt sem líkist mæjónesi þá má hella henni hraðar.

mayo

Eins og svo oft þá má finna heilan helling um mæjónes gerð á netinu og með því að fara á Youtube þá er hægt að sjá myndbönd þar sem fólk gerir mæjó á engri stundu með matvinnsluvél eins og til dæmis hann Gordon Ramsey eins og sjá má hér.

Það má nota ýmsa olíu, grænmetis, ólífuolíu eða jarðhnetuolíu.  Extra Virgin olía er bragðmeiri en mér finnst það reyndar gott.

Svo er hægt að krydda mæjónesið að vild með því að blanda saman við rauðuna t.d hvítlauk eða Dijon sinnepi.

Follow Me on Pinterest

 

Líkjör með kaffiklökum og ekki neitt fyrir 12.000 kall

Ég er alveg komin með upp í kok á að fara í matvörubúðir því ég man svo vel þegar mér blöskraði það að þurfa að borga 3500 kall fyrir ekki neitt, og enn betur man ég eftir því þegar ég borgaði 7000 kall fyrir ekki neitt.  Það er eiginlega bara í móðu þegar ég borgaði 10.000 kall fyrir ekki neitt því það tímabil stóð svo stutt yfir því það fór strax í 12.000 kall fyrir ekki neitt.

Nú eru málin þannig að við erum að fara hægt og rólega í 17.000 kall fyrir ekki neitt, því stundum borga ég 12.000 og ef ég bæti við flösku af hlynsýrópi, pakka af 70 % súkkulaði, einum kassa af grænu tei og 3 avocadóa, fancy fancy… þá kostar það 17.000.

Svo kom ég heim áðan og ætlaði að fara yfir þennan 12.000 kr strimil því í þetta sinn keypti ég EKKERT, þá var ég með rangan strimil.  Hef gripið strimil einhvers annars.  Hann hljóðaði upp á 7000 krónur.  Það var nú ekkert gæfulegri strimill.  Fáeinir hlutri en það gaman að rúlla yfir hann og sjá hversu ólíkt maður verslar miðað við marga aðra.  Þarna mátti sjá frosnar pizzur, daloon vorrúllur og beikon lifrakæfu 🙂

En það sem ég fæ fyrir minn 12.00 kall í dag eru drykkjarvörur eins og trópí og mjólk, bleyjupakki, ab mjólk, egg og smjör.  Það er ekkert mikið meira.  Ég keypti engan mat, eins og fisk eða kjöt, kartöflur eða grænmeti.  Aldrei kaupi ég unnar vörur og tilbuin mat.  Ekkert bruðl, bara rán um hábjartan dag.

Snökt snökt…

En á léttari nótum þá er hér uppskrift af ferlega góðum drykk sem sómir sér vel eftir góða máltíð.

Líkjör með kaffiklökum

 

 • Líkjör, t.d Amarula eða Bailey’s
 • Gott kaffi

 

Hellið upp á eitthvað gott kaffi.  Leyfið því kólna og setjið það svo í klakabox og inn í frysti.  Þegar klakarnir eru tilbúnir setjið þá út í glas af líkjör.  Líkjörinn helst kaldur og ekkert vatnssull þegar þeir bráðna.

 

Sítrónu kjúklingur með tagliatelle

Ég fékk þessa frábæru uppskrift frá henni Nönnu, gúmelaðe matgæðingi, þegar ég var andlaus hér um daginn.

Ég lét svo vaða og viti menn.  Þetta var frábær uppskrift.  Þetta er svona uppskrift að næst þegar ég verð með “casual” matarboð þá verður þessi réttur í boði.  Nú er bara að vona að einhver vilji koma í mat fljótlega.

“Lemon chicken – a delicious recipe
2-4 chicken breasts (depending on how many people you have for dinner)
Cut each into two pieces, on the thicker side, i.e. thinning each.
That leaves you with 4-8 pieces which you coat with flour or spelt, liberally seasoned with black pepper.
Fry the chicken breasts in a mixture of olive oil and vegetable oil and put in a baking dish to keep in oven for about 20 minutes at 180 degrees. Due to the thinness of the slices they don’t need long.

DO NOT DISCARD THE OIL AND FLOUR! in your pan.
Press 1-2 lemons and add the lemon juice to the pan, along with some chicken stock, around a cup or so. Add more pepper to taste, and finally 250 ml. cream, full fat or other according to taste.
Pour the thickened sauce over chicken and boil some tagliatelle.
Serve piping hot with Parmesan and a good, green salad.”

Brownie í bolla- tilbúin á 4 mínútum

Ég varð nú bara að prófa þessa, ekki dýrt hráefni og tók  aðeins um 4 mínútur að gera.

Hráefninu í þessa súkkulaðiköku er skellt í bolla og öllu hrært saman.  Svo setur maður bollann inn í örbylgjuofn í 1 mínútu og 40 sek.

Þá er kakan tilbúin.  En hvort þetta sé besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað má deila um, en hún er alveg ágæt ef maður setur góðan slurk af ís ofan á hana.

Brownie í bolla 

 • 1/4 bolli sykur
 • 1/4 bolli hveiti
 • 2 msk kakó
 • 1/2 tsk salt
 • 3 msk ólífuolía
 • 3 msk vatn

Setjið þurrefnin í bollann.  Bætið við olíu og vatni. Hrærið vel saman. Setjið bollann í örbylgjuofn og bakið í 1 mín og 40 sek á high.

Takið bollann út úr ofninum, passið ykkur, hann er heitur… 🙂

Setjið ís ofan í bollann og borðið.

Dropa mína  í haf internetsins má finna m.a hér:

 Húsið við sjóinn

Húsið við sjóinn á facebook

Pinterest

Ertu matarbloggari?

Ég er svo andlaus.  Mig langar í eitthvað gott, eitthvað sem ég hef ekki gert 1000 x áður en veit ekki hvað.  Kannastu við þetta?

Ef þú átt skemmtilega eða uppáhalds uppskrift þá máttu pósta link á hana í commentakerfið á blogginu mínu hérna

 

En hafðið annars tekið eftir því hvað það er komið mikið af fínum íslenskum matarbloggum.  Mér finnst nokkur mjög skemmtileg og af þeim sem ég hef uppgötvað nýlega og man eftir í fljótu bragði og get mælt með má nefna:

Eldað í vesturheimi 

Modern Wifestyle

Home and Delicious

Svo er tonn af erlendum matarbloggurum, það er ótrúlegt hvað margir hafa gaman að því að tjá sig um mat

….ég skil þá veeeel og svo er þetta frábær aðferð til að halda utan um allar uppskriftirnar sínar.

Lax með bláberjum og garðablóðbergi

Vinir okkar buðu okkur í mat um daginn.  Á boðstólnum var lax, reyktur með birki á útigrillinu.  Þar sem við vorum í sumarbústaðnum þá var farið út að tína krydd á laxinn, bláber, krækiber og garðablóðberg.

Þau skáru niður birkigreinar og settu í botninn á álboxi, því næst kom laxinn á grind og svo lox og öllu pakkað inn í álpappír með smá loftgötum.

Það tók um 20 mínútur að elda laxinn.

Uppskriftin gæti hljóðan einhvernvegin svona…

Reykeldaður lax

 • 1 laxaflak
 • Salt og pipar
 • Krækiber
 • Bláber
 • Garðablóðberg
 • Birki til að reykingar

Skerið birkið í bita og setjið í botninn á boxinu.  Kryddið laxinn og setjið hann á grind ofan á boxið og svo lok og álpappír eins og ég sagði frá hér áðan.  Leggið boxið á heitt útigrillið og eldið laxinn þar til hann er tilbúinn.  Það tók um 20 mínútur í þetta sinn.

Svartá 

THE HOUSE BY THE SEA Á FACEBOOK

Share this:

Tvær mjög ólíkar blómkálssúpur og vanmetinn hálfmáni

Við nágranni minn ákváðum að elda saman en þó í sitthvoru lagi, sem við gerum ansi oft. Hún eldar heima hjá sér og ég heima hjá mér og svo hittumst við á öðru hvoru heimilinu með allan matinn og borðum saman.  Við leggjum svona óljóst línurnar hvað við ætlum að elda og í hvert sinn verður allt fáránlega gott sem við gerum og smellpassar saman.

Meir að segja tókst vel til þegar hún kom með gulrótarsúpu og ég gerði hálfgerða pizzu með sýrðum rjóma og chile pipar.  Á meðan við borðuðum súpu og chile pizzu var flannastór hálfmáni í ofninum, stútfullur af gæða salami, osti og fleiru góðu.  Ég sá ekki fyrir mér að snert yrði á honum enda allir vel saddir eftir súpu og flatböku.

Ég tók hann nú samt úr ofninum og lét hann á borðið, skar eina sneið af honum til að smakka. Hann var étinn upp til agna á 10 mínútum.

Þetta var besti hálfmáni sem ég hef smakkað og minnti mig á að gera hálfmána oftar, en ég hef forðast það því mér finnst venjulegar pizzur svo góðar.  Það verður fljótlega gerður hálfmáni aftur.

Í þetta sinn átti  nágranni minn blómkál og ég einnig þannig að við ákváðum að fara í blómkálssúpukeppni.  Við unnum báðar!

Það er magnað hvað hægt er að gera ólíkar súpur úr þessu ágæta hráefni.

Ég er ekki með nákvæma uppskriftir en það er bara ekki svo nojið hvernig þið gerið þetta, málið er að smakka sig bara til og segja það gott þegar maður er sáttur.

Blómkál og kartöflur eru góður grunnu að súpum. Ég nota aldrei súputeninga.  Mér finnst hráefnið sem maður notar í súpur hverju sinni njóta sín vel.  En það er líka lykilatriði að nota gott hráefni. Ég notaði enga mjólk né rjóma í mína súpu.

súpa

Blómkálssúpa með beikoni

 • 1 blómkál
 • 4-5 kartöflur
 • 3-4 sneiðar af góðu beikoni (Fékk mitt hjá Kjötpól á laugarnesvegi)
 • Valhnetukjarnar, lúka og smá vatn til að mauka með
 • Smjörklípa
 • Pipar
 • Hvítlausrif
 • Rjómi ef þið viljið (Ég átti engan rjóma)
 • 2 epli

Sjóðið blómkál, kartöflur og epli í vatni.

Steikið beikon og bætið út í pottinn.

Maukið í töfrasprota valhnétukjarna með smá vatni svo úr verði mauk.

Bætið valhnetumauki, pipar, smjöri og pressuðu hvítlauksrifjum út í súpuna. Setjið súpuna í blender og maukið.  Þið getið ráðið þykktinni með að taka eins mikið vatn úr pottinum með í blenderinn og þið viljið. Setjið súpuna aftur í pottinn með smá skvettu af rjóma og mallið saman.

súpa

Blómkálssúpa með grillaðri papriku

 • 1 blómkál
 • 5-6 kartöflur
 • Grilluð paprika
 • Hvítlauksrif
 • Basilíka, fersk
 • karrí
 • Mjólk eða rjómi

Grillið papriku í ofni.  Sjóðið allt saman í vatni, bætið við paprikunni og kryddi. Maukið í blender.

Ristaðar möndlur

Það er hægt að gera svo margt með möndlur.  Rista þær, gera marsipan, möndlumjólk, möndlumjöl og svo má lengi telja.

Ég prófaði að rista nokkrar um daginn, það er ágætis maul.

Ristaðar möndlur 

 • 2.5 dl sykur
 • 7 dl möndlur
 • 1/2 dl vatn
 • 1/2 msk kanill (má sleppa)

 

Setjið sykur, vatn og kanil á pönnu.

Bætið við möndlum og hrærið öllu vel saman á meðalhita þar til sykurinn kristallast.

Takið möndlurnar af pönnunni og setjið á smjörpappír og leyfið þeim kólna.

Undir áhrifum Aloo Palak

Ég freistast alltaf til að kaupa fjallaspínat þegar ég fer í mín vikulegu grænmetisinnkaup hjá Frú Laugu.  Ég datt niður á uppskrift af Aloo Palak og hafði hana til hliðsjónar þegar ég eldaði kvöldmatinn í gær.

Spínat kartöfluréttur

 • 1 poki spínat
 • 2 tómatar
 • 1/2 laukur
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 1-2 tsk Karrí krydd blanda frá Yndisauka (eða annað gott indverskt krydd)
 • 5-6 soðnar kartöflur
 • 1/2 tsk sykur
 • Skvetta af mjólk, kannski 1/2 – 1 dl, ekki svo nojið
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Smjörklípa

Skolið spínatið og hitið það á pönnu með smá vatni.  Maukið það í blender.  Geymið.

Svitið lauk og hvítlauk á pönnu Bætið við kryddum og svo tómötum, fínt skornum og smá sykri. Bætið út í þetta spínatinu, smá mjólk og hrærið saman.  Bætið við kartöflum og saltið og piprið eftir smekk.

Ég bætti við smá smjörklípu í lokin, en það má sleppa því.

Þá er þetta tilbúið.  Berið fram með góðum fiski eða þess vegna eitt og sér sem léttur grænmetisréttur.  Ég bar hann fram með þorski.

%d bloggers like this: