Húsið við sjóinn

Foodwaves

Tag: Jóladagatal

Jóladagatal …18 – Lax í appelsínu-soya legi

Flott snjókornajólaskraut.  Hér er template frá VintageJunkie.com.

snowflakes(Image from VintageJunky.com)

Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá vini.  Brilliant forréttur og ef þið þurfið að taka með ykkur rétt í jólaboðið þá er þessi snilld.  Léttur og ferskur..

salmon

 Lax í appelsínu-soya legi

  • Safi úr ferskri sítrónu
  • Safi úr ferskri appelsínu
  • Soyasósa
  • Ferskt engifer
  • Fresh chili
  • Ferskt kóríander
  • Ferskur lax

Skerið engifer, chili og kóríander smátt og blandið við safana og soya. Skerið fiskinn í munnbitastærð.  Blandið honum saman við löginn rétt áður en þið berið hann fram, kannski 30 -60 mín áður.  Því lengur sem laxinn liggur í leginum því meira eldaður verður hann.  Skreytið með ferskum kóríander áður en þið berið réttinn fram.

salmon

Dagur 6

calendar06

Jóladagatal …19

Ég veit nú ekki hvaða tilviljun það var að ég rakst á þesar ótrúlega sætu smákökur áðan eftir að hafa póstað video með Charlie Brown í gær.

peanuts

Mynd og uppskrift:www.bakeat350.blogspot.com

Svo var ég að vafra og datt niður á einfalt smákökudeig og myndin var svo falleg að ég verð að prófa þessa uppskrift næst þegar ég baka.

elephant-cookie-dough

Mynd og uppskrift:  www.sweetopia.net

Dagur 5

calendar05

 

 

Ég elska Charlie Brown.  Þetta kemur öllum í jólaskapið…eða hvað?

jóla en samt bara 17 dagar frí fyrir ykkur útivinnandi og okkur heimavinnandi að fá ykkur útivinnandi í frí.

calendar

Jóladagatal…21

Eftir að maður ánetjaðist internetinu þá má aldeilis finna óteljandi hugmyndir til að telja niður dagana til jóla.  Við erum reyndar byrjuð að telja og nú þegar komin á dag númer 3 þrátt fyrir að manni finnst ennþá vera október.

En mig langar samt að benda ykkur á þetta safn hugmynda sem  Home and Delicious hefur tekið saman, ef ekki fyrir þetta ár þá kemur alltaf desember eftir þennan…og fyrr en ykkur grunar.

dagatal

 

Opnum númer þrjú…

calendar

 

Jóladagatal…22

Mér finnst Biscotti ómissandi yfir jólin, það er eitthvað svo “sophisticated”  við Biscotti.  Þær fara bæði vel með morgunteinu og síðdegisrauðvínsglasinu.

biscotti

Biscotti með heslihnetum og möndlum

  • 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
  • 100 g möndlur (flögur eða heilar)
  • 120 g 70% súkkulaði
  • 210 g púðursykur
  • 230 g hveiti
  • 30 g Kókó
  • 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 3 stór egg
  • 1 1/2 tsk vanilludropar

Hitið ofn í 150 °c

Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)

Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti

þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara.  Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.

Bætið hnetunum við og blandið vel saman,

Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu.  (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.

Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur.  Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.

Kælið á grind.

Þá er komið að því að opna glugga númer tvö.

calendar02

The House By the Sea 

Jóladagatal…23

Þá er komið að því að telja niður til jóla.  Ég mun setja inn uppskriftir og föndur og annað sniðugt tengt jólunum næstu 24 daga og á hverjum degi munum við opna einn glugga í dagatalinu.

calendar

Ég ætla að byrja á þessari hugmynd sem ég sá á netinu, ótrúlega einfalt, ódýrt og flott.

konglar

Nánar um þessa góðu hugmynd hér sayyestohoboken.com.

Þá getum við opnað fyrsta gluggann. Fundu ekki allir glugga númer eitt? Veii.

calendar01

 

Gleðileg jól

Jólagjöfin mín í ár er app sem ég bjó til fyrir Android síma, íslenska stafrófið með myndum. Ég mun bjóða upp á þetta app ókeypis í óákveðin tíma.

stafir

Ég bjó það til fyrir dóttur mína sem fer að verða tveggja ára.

Þetta app hentar börnum sem eru að læra stafrófið sem og smábörnum sem þarf að hafa ofan fyrir.  Börn allt að niður í níu mánaða gætu haft gaman að þessu.  Þau læra þá ýmisleg orð um leið og stafrófið dettur inn í undirmeðvitundina.

Einnig hentar þetta öllum þeim sem ekki kunna íslensku og langar til að læra íslenska stafrófið.

Ástæðan fyrir því að ég bjó þetta til er sú að ég hef ekki rekist á neitt þessu líkt fyrir síma nema þá á ensku.  Og þegar dóttir mín var farin að syngja ei, bí, cí, dí þá var komin tími til að taka málið í sínar hendur.

Það stendur til að setja þetta forrit inn á vefsíðu, þá gagnast það líka þeim sem ekki eiga Android síma.

Það má nálgast Stafrófið á Android market eða skanna það inn með QR kóðanum hér fyrir neðan. Það er líka hægt að fara inn á Android Market á símanum sínum og slá inn “Stafrófið” í leitarglugganum.

stafrofid_qr

Ef einhverjir fá Android síma í jólagjöf þá er hægt að ná sér í QR skanna hér.

jól

GLEÐILEG JÓL

Jóladagatal Soffíu – 1 dagur til jóla

Jæja, einn dagur til jóla.  Sit hér í sveitinni og hlusta á vindinn og rás 2 þar sem Erla Ragg færir mér miðbæjarstemmninguna beint í æð.  Húsið er (alveg nógu) hreint og tréð skreytt.  Það er frekar napurt hérna í sveitinni og því mjög kósí inn í hlýjunni.  Úti er niðamyrkur enda engir ljósastaurar og bara örfá hús sem gefa frá sér smá ljóstýru.

Njótið Þorláksmessu.  Mér finnst alltaf skemmtileg stemmning á þessum degi.

Nú er ég líka pakksödd og sæl en grænpiparssalami-ið frá Ostabúðinni á skólavörðustíg fór á pizzu áðan með ferskum mossarella.  Ég segi það og skrifa, það er fátt sem slær þessu salami út. Pizzan verður stórfengleg 🙂

pizza

Ég er með ágætis uppskrift sem ég notaði í pizzabotninn.  Ég var einmitt að henda í annað deig áðan, en það verður notað til að gera brauð á morgun.  Trixið er nefnilega að láta það standa við stofuhita í 12 – 18 tíma. Ég skal koma með uppskriftina að því mjög fljótlega.

En nú ætla ég að koma með uppskrift að flatkökum.  Flatkökur eru ómissandi með afganginum af  hangikjötinu daginn eftir.  Í Brauðbrunninum er skemmtileg uppskrift af flatkökum og góð saga með, en þar notar amman eingöngu rúgmjöl og vatn.

Ég hef notað heilhveiti með rúgmjölinu, það gerir baksturinn aðeins auðveldari held ég.  En það væri gaman að æfa sig að gera flatkökur eingöngu úr rúgmjöli, það þarf bara að vera með góð hlutföll.

Í uppskriftinni í Brauðbrunninum lætur amman deigið hvílast yfir nótt.  Það gæti verið betra, hef ekki prófað það.

Hlutföllin hér fékk ég úr bókinni Matarást.  Þar er ágætis klausa um flatkökur.

Flatkökur

  • 200 g rúgmjöl
  • 100 g heilhveiti
  • 2 1/2 dl sjóðandi vatn
  • 1/2 tsk lyftiduft

Blandið öllu vel saman, og vatninu smám saman þar til þið eruð komin með gott deig.  Kannski þarf aðeins meir af vatni.  Ég veit ekki með að sleppa lyftiduftinu, það mætti eflaust sleppa því.

Skiptið því niður í kúlur sem þið rúllið út í flatar kökur.  Pikkið í þær með gaffli.

Eldið á heitri pönnu (t.d pönnukökupönnu) eða hreinni hellu.  Bakist í ca eina mín á hvorri hlið.

Setjið kökurnar ofan í skál með smá vatni í og svo í viskastykki eða geymið þær í blautu viskastykki, það er svo að þær þorni ekki.  Þegar þið hafið bakað þær allar geymast þær í plastpoka.

Jóladagatal Soffíu – 2 dagar til jóla

Jóladagatal…2

Þá er maður komin í góðan gír. Það góða við að búa í sveitinni er að nú er búið að versla allt, fullur ísskápur af mat, hellingur af pökkum og maður fer ekkert í borgina fyrr en eftir helgi.  Og ef eitthvað vantar, þá vantar það!

Í grófum dráttum verður í morgunmat næstu daga Huevos rancheros, Egg benedicts, reyktur lax og sitthvað gott.  Nóg verður af afgöngum fyrir síðbúin hádegismat, þannig að á annan í jólum ætla ég að baka flatkökur með hangikjöts afgöngum og afbrigði af Kúbu samloku með hamborgarahryggnum á jóladag.

Jólavínið með hamborgarahryggnum verður það sama og í fyrra, M. Chapoutier, Cotes du rhone, syrah frá Frakklandi.  Læt svo vita hvort það verður jafn gott í ár.

Svo það sem ég hlakka mikið til að borða, pizza! Ég keypti grænpipars salami í Ostahúsinu á Skólavörðustíg.  Það er svo ótrúlega gott.  Ætli það verði ekki bara á morgun.

Þetta er að minnsta kosti einhver hugmynd að því sem koma skal.

Ef þið eruð ekki komin með jólatré þá má redda sér svona…

jólatré

Þessi færsla verður nú ekki jólalegri að þessu sinni því ég sit ég upp í rúmi og mín bíður stafli af matarblöðum til að blaða í fyrir svefninn.

Jóladagatal Soffíu – 3 dagar til jóla

Jóladagatal…3

Ef þið erum með smárétti um jólin þá má flikka upp á hlaðborðið með því að setja réttina í jólabúning.  Grænn, hvítur og rauður eru litir jóla og einnig litirnir í caprese salati og það væri hægt að bera það jólalega fram, til dæmis í formi jólatrés, kannski eitthvað svipað og sýnt er á þessari mynd.

jolamatartre