Ekki er allt vænt sem vel er grænt – Svínafóður!

by soffiagudrun

Ég er frekar fúl út í einstaka kartöflubændur, ég hef keypt oftar en ekki poka þar sem meirihlutinn eru grænar kartöflur.  Þsð er sagt að maður eigi ekki að borða grænar kartöflur, þær hafa fengið á sig sól og mynda óæskileg efni (Sólanín) ásamt því að vera beiskar og þar af leiðandi bara óætar.

Og þótt svo þetta drepi mann ekki endilega þá er þetta ekki eitthvað sem maður á að láta bjóða sér, sérstaklega þar sem kartöfluræktun er eitt af því fá hér á landi sem þrífst vel.

Svo er maður svo mikill plebbi að maður fer aldrei í búðina til að skila svona óætum vörum, heldur sker maður hýðið af kartöflunni, svo vel að eftir stendur afhýðuð kartafla á stærð við baun.

Svo eru þessar kartöflur í gulum pokum svo það er ómögulegt að segja til um hvernig ástand þeirra er.

Þá er ég búin að létta á mér.  Á hressari nótum…  þá geri ég stundum mæjónes.  Stundum tekst það ekki sem skildi og ég sit uppi með hálfan líter af olíu og eggjarauðu.

Það er víst lykilatriði að vera með olíu og eggjarauðu við stofuhita.

Ef þið eruð með egg beint úr ísskáp þá má setja það í  volgt vatn í smá stund til að flýta fyrir að það nái stofuhita.

mayo

Mayo

  • 1 eggjarauða
  • 3/4 bolli ólífuolía (eða um það bil)
  • Salt, bara smá
  • 1-2 msk sítrónusafi

Nú þarf sterka hönd og eitthvað til að hræra mig, eða það þarf helst 2 hendur þannig að það er ágætt að fá einhvern í lið með sér til að skiptast á að hræra.

Blandið saman eggjarauðu, salti og sítrónusafa.  Hellið olíunni mjög hægt til að byrja með, bara í dropatali. Þegar blandan fer að ná þeirri þykkt sem líkist mæjónesi þá má hella henni hraðar.

mayo

Eins og svo oft þá má finna heilan helling um mæjónes gerð á netinu og með því að fara á Youtube þá er hægt að sjá myndbönd þar sem fólk gerir mæjó á engri stundu með matvinnsluvél eins og til dæmis hann Gordon Ramsey eins og sjá má hér.

Það má nota ýmsa olíu, grænmetis, ólífuolíu eða jarðhnetuolíu.  Extra Virgin olía er bragðmeiri en mér finnst það reyndar gott.

Svo er hægt að krydda mæjónesið að vild með því að blanda saman við rauðuna t.d hvítlauk eða Dijon sinnepi.

Follow Me on Pinterest

 

Advertisements