Húsið við sjóinn

Foodwaves

Tag: jól

Súkkulaðihjúpaðar Grissini stangir

Ég skil ekki stundum uppskriftir af heimatilbúnu sælgæti þar sem karmellur frá einhverri sælgætisverksmiðju eru keyptar út í búð og bræddar (…til að búa til karamellu…?  ) með ódýrasta súkkulaðinu sem fæst í stórmarkaðinum, við þetta svo bætt allskonar vitleysu til að búa til sælgæti sem smakkast eins og eitthvað sem þú getur keypt tilbúið í sama stórmarkaði.

Ef uppskriftin hljómaði upp á heimagerðar karamellur úr rjóma, smjöri og sykri og notast við almenninlegt gæða súkkulaði með jafnvel góðum jarðhnetum sem koma ekki ofsaltaðar frá stórframleiðanda þá gætum við verið að tala saman.

Ég er ansi þreytt á öllu þessu sælgæti út um allt og legg mig fram við að takmarka neyslu þess fyrir mig og börnin.  Ég er líka bara svo þreytt á markaðsetningunni og skítnum, ódýra hráefninu … Að sjálfsögðu lætur maður glepjast öðru hvoru, því miður. Ég átti þetta verksmiðjuframleidda sykurskraut og ákvað að nota það enda gladdi það stúlkuna sem aðstoðaði við gerð stanganna þar sem uppáhaldslitur hennar þessa dagana er bleikur og hún mikil prinsessa.

Ég fann Grissini stangir úr steinmöluðu lífrænu hveiti og súkkulaðið var ansi vænt.  Það sem meira var, samverustundin við að búa til þessar fallegu stangir var ómetanleg.

haust

Gleðin við gerð stanganna vó upp á móti sykrinum…

grissini

Súkkulaðihjúpaðar Prinsessu Grissini stangir

grissini

grissini

Súkkulaðihjúpaðar Prinsessu Grissini stangir

  • Grissini stangir
  • Gott súkkulaði
  • Skraut

Bræðið súkkulaðið, dýfið stöngunum í súkkulaðið, skiljið hluta stangarinnar eftir  til að geta haldið á þeim.  Dreyfið úr skrautinu og veltið stönginni upp úr því.

Ef þið notið jólalegt kökuskraut þá er þetta aldeilis fínt jólanammi.

IMG_1502VETUR

Jólalegur Kókosdesert og Vetur Konunungur í Kjósinni

 

kokosdesert

Jólablað Fréttablaðsins kom inn um lúguna í morgun, þar gef ég lesendum  uppskrift af brakandi ferskum eftirrétti sem hentar vel eftir þunga jólasteik og allt meðlætið.

kokosdesert

Kókosdesert með ferskum hindberjum

  • 400 ml kókosmjólk í dós

  • 30 g kókosmjöl

  • 120 g sykur

  • 3 gelatin blöð

  • 400 ml rjómi

  • 2 msk ferskur sítrónusafi

  • 10 g vanillusykur (eða 1 tsk vanilludropar) 

Kókosmjólk, kókosmjöl, sykur, vanillusykur og sítrónusafi sett í pott og fengin upp suða.  Takið pott af hellu og látið standa í 5 mín.

Setjið kókosmjólkurblönduna í skál og bætið gelatíni við og hrærið því vel saman við, látið kólna í 40 mín.

Þeytið rjómann og blandið honum saman við herlegheitin. 

Kælið inn í ísskáp í a.m.k 2 klst.

Berið fram með rifsberjasósu eða einhverri góðri berjasultu. Svo má skreyta með rifnu góðu súkkulaði og ferskum berjum, t.d hindberjum.

 kokosdesert

 Hér er einföld uppskrift að góðri sultu.

hindber

Skógarberjasulta

 

  • 2,4 dl blönduð ber (frosin) ég notaði berjablöndu, jarðaber, hindber, bláber ofl.

  • 1 dl sykur

  • 1/2 dl vatn 

 

Allt sett í pott og leyfið suðu koma upp.  Látið þá malla við meðal hita í 10 mín.  Setjið sultuna í skál og leyfið henni að kólna.  Ef þið viljið hana hana maukaða þá skellið þið henni í blender (eða maukið með töfrasprota).

IMG_3170

IMG_3272

IMG_3365

Það var asni kuldalegt um að litast í Kjósinni um daginn.

Jóladagatal …18 – Lax í appelsínu-soya legi

Flott snjókornajólaskraut.  Hér er template frá VintageJunkie.com.

snowflakes(Image from VintageJunky.com)

Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá vini.  Brilliant forréttur og ef þið þurfið að taka með ykkur rétt í jólaboðið þá er þessi snilld.  Léttur og ferskur..

salmon

 Lax í appelsínu-soya legi

  • Safi úr ferskri sítrónu
  • Safi úr ferskri appelsínu
  • Soyasósa
  • Ferskt engifer
  • Fresh chili
  • Ferskt kóríander
  • Ferskur lax

Skerið engifer, chili og kóríander smátt og blandið við safana og soya. Skerið fiskinn í munnbitastærð.  Blandið honum saman við löginn rétt áður en þið berið hann fram, kannski 30 -60 mín áður.  Því lengur sem laxinn liggur í leginum því meira eldaður verður hann.  Skreytið með ferskum kóríander áður en þið berið réttinn fram.

salmon

Dagur 6

calendar06

Jóladagatal …19

Ég veit nú ekki hvaða tilviljun það var að ég rakst á þesar ótrúlega sætu smákökur áðan eftir að hafa póstað video með Charlie Brown í gær.

peanuts

Mynd og uppskrift:www.bakeat350.blogspot.com

Svo var ég að vafra og datt niður á einfalt smákökudeig og myndin var svo falleg að ég verð að prófa þessa uppskrift næst þegar ég baka.

elephant-cookie-dough

Mynd og uppskrift:  www.sweetopia.net

Dagur 5

calendar05

 

 

Ég elska Charlie Brown.  Þetta kemur öllum í jólaskapið…eða hvað?

jóla en samt bara 17 dagar frí fyrir ykkur útivinnandi og okkur heimavinnandi að fá ykkur útivinnandi í frí.

calendar

Jóladagatal…21

Eftir að maður ánetjaðist internetinu þá má aldeilis finna óteljandi hugmyndir til að telja niður dagana til jóla.  Við erum reyndar byrjuð að telja og nú þegar komin á dag númer 3 þrátt fyrir að manni finnst ennþá vera október.

En mig langar samt að benda ykkur á þetta safn hugmynda sem  Home and Delicious hefur tekið saman, ef ekki fyrir þetta ár þá kemur alltaf desember eftir þennan…og fyrr en ykkur grunar.

dagatal

 

Opnum númer þrjú…

calendar

 

Jóladagatal…22

Mér finnst Biscotti ómissandi yfir jólin, það er eitthvað svo “sophisticated”  við Biscotti.  Þær fara bæði vel með morgunteinu og síðdegisrauðvínsglasinu.

biscotti

Biscotti með heslihnetum og möndlum

  • 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
  • 100 g möndlur (flögur eða heilar)
  • 120 g 70% súkkulaði
  • 210 g púðursykur
  • 230 g hveiti
  • 30 g Kókó
  • 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 3 stór egg
  • 1 1/2 tsk vanilludropar

Hitið ofn í 150 °c

Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)

Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti

þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara.  Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.

Bætið hnetunum við og blandið vel saman,

Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu.  (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.

Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur.  Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.

Kælið á grind.

Þá er komið að því að opna glugga númer tvö.

calendar02

The House By the Sea 

Jóladagatal…23

Þá er komið að því að telja niður til jóla.  Ég mun setja inn uppskriftir og föndur og annað sniðugt tengt jólunum næstu 24 daga og á hverjum degi munum við opna einn glugga í dagatalinu.

calendar

Ég ætla að byrja á þessari hugmynd sem ég sá á netinu, ótrúlega einfalt, ódýrt og flott.

konglar

Nánar um þessa góðu hugmynd hér sayyestohoboken.com.

Þá getum við opnað fyrsta gluggann. Fundu ekki allir glugga númer eitt? Veii.

calendar01

 

Gleðileg jól

Jólagjöfin mín í ár er app sem ég bjó til fyrir Android síma, íslenska stafrófið með myndum. Ég mun bjóða upp á þetta app ókeypis í óákveðin tíma.

stafir

Ég bjó það til fyrir dóttur mína sem fer að verða tveggja ára.

Þetta app hentar börnum sem eru að læra stafrófið sem og smábörnum sem þarf að hafa ofan fyrir.  Börn allt að niður í níu mánaða gætu haft gaman að þessu.  Þau læra þá ýmisleg orð um leið og stafrófið dettur inn í undirmeðvitundina.

Einnig hentar þetta öllum þeim sem ekki kunna íslensku og langar til að læra íslenska stafrófið.

Ástæðan fyrir því að ég bjó þetta til er sú að ég hef ekki rekist á neitt þessu líkt fyrir síma nema þá á ensku.  Og þegar dóttir mín var farin að syngja ei, bí, cí, dí þá var komin tími til að taka málið í sínar hendur.

Það stendur til að setja þetta forrit inn á vefsíðu, þá gagnast það líka þeim sem ekki eiga Android síma.

Það má nálgast Stafrófið á Android market eða skanna það inn með QR kóðanum hér fyrir neðan. Það er líka hægt að fara inn á Android Market á símanum sínum og slá inn “Stafrófið” í leitarglugganum.

stafrofid_qr

Ef einhverjir fá Android síma í jólagjöf þá er hægt að ná sér í QR skanna hér.

jól

GLEÐILEG JÓL

Jóladagatal Soffíu – 11 dagar til jóla

Jóladagatal…11

Það er fátt skemmtilegra en fallegir pakkar. Slaufur eru oftar en ekki rándýrar og yfirleitt finnst manni leitt að eyða meira í umbúðir en innihald.  En það má gera ýmsar ódýrar lausnir en þó fallegar.

Brúnn umbúðarpappír er yfirleitt með þeim ódýrari og er fallegur grunnur að skreyttum pakka.

Það er hægt að tína köngla þegar maður gengur um bæinn, ég fann þó nokkra á leiðinni niðrí miðbæ um daginn.  Og jafnvel er eitthvað í Öskjuhlíðinni.

Stjörnurnar sem ég sýndi ykkur hér um daginn eru flottar á pakkann.

snowflake-gift-topper

Hér er síða sem kennir manni að klippa út úr pappír, kemur skemmtilega út.  Þá er bara að viða að sér ódýrum pappír.

pakkar

Á þessari síðu eru nokkrir fallegar pakkar.

Svo er um að gera að halda upp á alla fallega borða og skraut sem maður fær á pakkana sína í ár til að endurnýta á næsta ári. 🙂

3dcake

Góð hugmynd að láta piparkökurnar standa svona upp á rönd.  Þessar eru sko ansi sætar. Uppskriftir og fleiri hugmyndir eru hér.