Húsið við sjóinn

Foodwaves

Tag: soffía

Plokkfiskur með gráðosti

Foodwaves: Smáréttir vippaðir upp án uppskrifta úr því sem til er í eldhúsinu án umhugsunar og stærð réttarins er svo algjört forrétta smakk. Þetta er stutta skilgreiningin.

Ég var að segja vinum okkar frá Foodwaves conseptinu okkar og á meðan henti ég í einn Foodwaves.

Í ísskápnum var afgangur af plokkfiski sem ég gerði úr nætursaltaðri ýsu. Ég tók hluta af því sem til var og setti í lítið eldfast mót og muldi yfir hann gráðosti en ég notaði ostinn Ljótur. Skellti þessu í Airfrer í ca 5 mínútur og borinn fram á rúgbrauðsneið sem var smurð með hvítlauksmjöri og skreyttur með vorlauk. Þetta smakkaðist svo vel að allir voru til í meira, en það var ekki í boði…

Lahmacun – Tyrknesk pizza

Pizzur eru mesta snilld í heimi. Það er alveg sama hvaða álegg ég hef sett á pizzu, það bragðast alltaf mjög vel. Til dæmis afgangur af indverskum lambarétti með mangó chutney, afgangur af kúbverskri samloku endaði á pizzu, það var skinka, súrar gúrkur og sinnep. Meir að segja afgangur af kínverskum dumplingum sem samanstóð af svínahakki, fennel og chile pipar.

 

Í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar kemur að pizzagerð er þó Lacmahun, eða Tyrknesk pizza.

Það er að sjálfsögðu mikilvægt að vera með gott hráefni, og þar má fyrst nefna lambahakkið.

01lacmahun

Ég hef yfirleitt keypt lambavöðva og hakkað sjálf, en einnig hef ég fengið einstaklega gott lambahakk í Frú Laugu. 

02lacmahun

Svo er lykilatriði að vera með ferska myntu og ferska steinselju.Ég kaupi steinselju með flötu blöðunum. 

03lacmahun

Lacmahun (fyrir 4)

Pizzadeig

  • 500 g hveiti

  • 300 ml volgt vatn, um það bil, þið finnið það í hnoðinu hve mikið vatn þarf á móti hveitinu

  • 1 tsk salt

  • 2 tsk þurrger

Setjið hveiti í skál og bætið við geri, salti og volgu vatni. Hnoðið í hrærivél (eða höndum) þar til deigið er orðið mjúkt og ekki klístrað. Því er gott að setja vatnið út í smám saman.  Setjið poka eða filmu yfir skálina og látið deigið hefast í klst eða svo.  

04lacmahun

Þetta er einföld uppskrift að deigi og klikkar sjaldan. Það eru mikil fræði á bak við pizzudeig sem þyrfti sér færslu, jafnvel fleiri en eina. Mér hefur til dæmis þótt það koma vel út að geyma deigið í ísskápi í nokkra daga.

Einnig er hveiti ekki bara hveiti. Sú umræða gæti einnig endað í langri færslu. Ég nota hveiti frá Marino, en það er lífrænt ræktað og steinmalað af fjölskyldufyrirtæki í Piemonte á Ítalíu.

Lambahakk

 

  • 400 g gott hakkað lambakjöt (t.d lambavöðvi, lambainnralæri)
  • 1 laukur
  • Ein væn lúka fersk minta
  • Ein væn lúka kóríander
  • 1/2 rauður chile pipar
  • 3 hvítlauksrif
  • 1/2 gul paprika
  • 200 ml tómata passata
  • 1 tsk cumin
  • 1 tsk túrmerik
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 2 msk góð extra virgin ólífuolía
  • 1-2 tks salt

 

Hakkið saman lauk, hvítlauk og papriku (eða saxið smátt).  Saxið mintu og kóríender. Setjið lambahakkið í stóra skál og blandið öllu hráefninu vel saman með fingrunum.

05lacmahun

Fletjið pizzadeigið þunnt út og setjið á ofnplötu eða pizzustein.

Makið lambahakkinu fremur þunnt á pizzudeigið en þannig að það þeki og passið að það nái vel út í alla kanta því hakkið skreppur saman við eldun.  Setjið pizzuna inn í 220°c heitan ofn í 10 – 15 mín eða þar til hakkið er eldað.

06lacmahun

Meðlæti:

  • Steinselja, gróft söxuð

  • Sítróna, skorin í báta

  • Rauðlaukur, skorinn í strimla

Þegar pizzan er borin fram þá á að dreyfa yfir hana ferskum rauðlauk og ferskri steinselju og kreista smá sítrónu yfir hana.

Eggjasalat

Hvað er það besta sem þú hefur borðað á þessu ári? Ég var að velta þessu fyrir mér, nú eru að verða búnir 2 mánuðir af þessu nýja ári sem mér finnst hafa byrjað í gær.  Ég var að reyna að rifja upp hvað ég hef verið að gera og ég held að kínversku dumplingarnir mínir séu það besta sem ég hef eldað á þessu ári.

Ég kem með uppskrift við fyrsta tækifæri.

Ég ætlaði að skera grænmeti sem álegg á brauð en ákvað svo að skera allt smátt og hræra þvi saman við eggjasalat.  Það var mjög ferskt og bragðgott.

eggjasalat

Eggjasalat 

  • 3 egg
  • 1/2 paprika
  • 1/4 agúrka
  • 1-2 vorlaukar
  • 3-5 msk heimagert mæjónes eða sýrður rjómi
  • Salt og pipar
(mælieiningar eru svona til viðmiðunar)

Skerið eggin með eggjaskera, langsum og þversum.  (Hæfilega miðlungsbita).  Skerið grænmetið smátt.  Blandið öllu saman með heimagerðu mæjó eða sýrðum.  Saltið og piprið eftir smekk eða um 1 tsk af salti og 1/2 af pipar.  Magnið af mæjó fer líka eftir smekk, bætið við einni og einni matskeið þar til þið eruð sátt við áferðina.

Ég kryddaði mitt ekkert meir, en það gæti eflaust verið gott að setja karrí eða jafnvel smá sinnep. Þetta var mjög ferskt svona einfalt og borið fram með nýbökuðu súrdegisbrauði

Það var ansi vetrarlegt í Kjósinni um daginn en hundarnir að Hálsi létu það ekkert á sig fá og hlupu um í snjónum, en það er sem betur fer aðeins hlýrra þessa dagana.

kjós

Jóladagatal…21

Eftir að maður ánetjaðist internetinu þá má aldeilis finna óteljandi hugmyndir til að telja niður dagana til jóla.  Við erum reyndar byrjuð að telja og nú þegar komin á dag númer 3 þrátt fyrir að manni finnst ennþá vera október.

En mig langar samt að benda ykkur á þetta safn hugmynda sem  Home and Delicious hefur tekið saman, ef ekki fyrir þetta ár þá kemur alltaf desember eftir þennan…og fyrr en ykkur grunar.

dagatal

 

Opnum númer þrjú…

calendar

 

Jóladagatal…22

Mér finnst Biscotti ómissandi yfir jólin, það er eitthvað svo “sophisticated”  við Biscotti.  Þær fara bæði vel með morgunteinu og síðdegisrauðvínsglasinu.

biscotti

Biscotti með heslihnetum og möndlum

  • 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
  • 100 g möndlur (flögur eða heilar)
  • 120 g 70% súkkulaði
  • 210 g púðursykur
  • 230 g hveiti
  • 30 g Kókó
  • 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 3 stór egg
  • 1 1/2 tsk vanilludropar

Hitið ofn í 150 °c

Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)

Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti

þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara.  Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.

Bætið hnetunum við og blandið vel saman,

Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu.  (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.

Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur.  Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.

Kælið á grind.

Þá er komið að því að opna glugga númer tvö.

calendar02

The House By the Sea 

Jóladagatal…23

Þá er komið að því að telja niður til jóla.  Ég mun setja inn uppskriftir og föndur og annað sniðugt tengt jólunum næstu 24 daga og á hverjum degi munum við opna einn glugga í dagatalinu.

calendar

Ég ætla að byrja á þessari hugmynd sem ég sá á netinu, ótrúlega einfalt, ódýrt og flott.

konglar

Nánar um þessa góðu hugmynd hér sayyestohoboken.com.

Þá getum við opnað fyrsta gluggann. Fundu ekki allir glugga númer eitt? Veii.

calendar01

 

Líkjör með kaffiklökum og ekki neitt fyrir 12.000 kall

Ég er alveg komin með upp í kok á að fara í matvörubúðir því ég man svo vel þegar mér blöskraði það að þurfa að borga 3500 kall fyrir ekki neitt, og enn betur man ég eftir því þegar ég borgaði 7000 kall fyrir ekki neitt.  Það er eiginlega bara í móðu þegar ég borgaði 10.000 kall fyrir ekki neitt því það tímabil stóð svo stutt yfir því það fór strax í 12.000 kall fyrir ekki neitt.

Nú eru málin þannig að við erum að fara hægt og rólega í 17.000 kall fyrir ekki neitt, því stundum borga ég 12.000 og ef ég bæti við flösku af hlynsýrópi, pakka af 70 % súkkulaði, einum kassa af grænu tei og 3 avocadóa, fancy fancy… þá kostar það 17.000.

Svo kom ég heim áðan og ætlaði að fara yfir þennan 12.000 kr strimil því í þetta sinn keypti ég EKKERT, þá var ég með rangan strimil.  Hef gripið strimil einhvers annars.  Hann hljóðaði upp á 7000 krónur.  Það var nú ekkert gæfulegri strimill.  Fáeinir hlutri en það gaman að rúlla yfir hann og sjá hversu ólíkt maður verslar miðað við marga aðra.  Þarna mátti sjá frosnar pizzur, daloon vorrúllur og beikon lifrakæfu 🙂

En það sem ég fæ fyrir minn 12.00 kall í dag eru drykkjarvörur eins og trópí og mjólk, bleyjupakki, ab mjólk, egg og smjör.  Það er ekkert mikið meira.  Ég keypti engan mat, eins og fisk eða kjöt, kartöflur eða grænmeti.  Aldrei kaupi ég unnar vörur og tilbuin mat.  Ekkert bruðl, bara rán um hábjartan dag.

Snökt snökt…

En á léttari nótum þá er hér uppskrift af ferlega góðum drykk sem sómir sér vel eftir góða máltíð.

Líkjör með kaffiklökum

 

  • Líkjör, t.d Amarula eða Bailey’s
  • Gott kaffi

 

Hellið upp á eitthvað gott kaffi.  Leyfið því kólna og setjið það svo í klakabox og inn í frysti.  Þegar klakarnir eru tilbúnir setjið þá út í glas af líkjör.  Líkjörinn helst kaldur og ekkert vatnssull þegar þeir bráðna.

 

Sítrónu kjúklingur með tagliatelle

Ég fékk þessa frábæru uppskrift frá henni Nönnu, gúmelaðe matgæðingi, þegar ég var andlaus hér um daginn.

Ég lét svo vaða og viti menn.  Þetta var frábær uppskrift.  Þetta er svona uppskrift að næst þegar ég verð með “casual” matarboð þá verður þessi réttur í boði.  Nú er bara að vona að einhver vilji koma í mat fljótlega.

“Lemon chicken – a delicious recipe
2-4 chicken breasts (depending on how many people you have for dinner)
Cut each into two pieces, on the thicker side, i.e. thinning each.
That leaves you with 4-8 pieces which you coat with flour or spelt, liberally seasoned with black pepper.
Fry the chicken breasts in a mixture of olive oil and vegetable oil and put in a baking dish to keep in oven for about 20 minutes at 180 degrees. Due to the thinness of the slices they don’t need long.

DO NOT DISCARD THE OIL AND FLOUR! in your pan.
Press 1-2 lemons and add the lemon juice to the pan, along with some chicken stock, around a cup or so. Add more pepper to taste, and finally 250 ml. cream, full fat or other according to taste.
Pour the thickened sauce over chicken and boil some tagliatelle.
Serve piping hot with Parmesan and a good, green salad.”

Brownie í bolla- tilbúin á 4 mínútum

Ég varð nú bara að prófa þessa, ekki dýrt hráefni og tók  aðeins um 4 mínútur að gera.

Hráefninu í þessa súkkulaðiköku er skellt í bolla og öllu hrært saman.  Svo setur maður bollann inn í örbylgjuofn í 1 mínútu og 40 sek.

Þá er kakan tilbúin.  En hvort þetta sé besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað má deila um, en hún er alveg ágæt ef maður setur góðan slurk af ís ofan á hana.

Brownie í bolla 

  • 1/4 bolli sykur
  • 1/4 bolli hveiti
  • 2 msk kakó
  • 1/2 tsk salt
  • 3 msk ólífuolía
  • 3 msk vatn

Setjið þurrefnin í bollann.  Bætið við olíu og vatni. Hrærið vel saman. Setjið bollann í örbylgjuofn og bakið í 1 mín og 40 sek á high.

Takið bollann út úr ofninum, passið ykkur, hann er heitur… 🙂

Setjið ís ofan í bollann og borðið.

Dropa mína  í haf internetsins má finna m.a hér:

 Húsið við sjóinn

Húsið við sjóinn á facebook

Pinterest

Sýrður rjómi – heimagerður og betri en nokkur annar…og einfalt

Eitt hráefni eins og svo oft áður en þessi sýrði rjómi eða öllu heldur Creme Fraiche er frábær.  Þú einfaldlega lætur súrmjólk leka í gegnum kaffisíu í örfáa klukkutíma, ætli það taki ekki um 1-2 klst að fá um 1 dl.

Þegar súrmjólkin hefur runnið í gegnum síuna ofan í bolla þá stendur þú uppi með mysuna í bollanum og þennan fína Creme Fraiche í kaffisíunni, tilbúin til notkunar.

Það er nefnilega munur á sýrðum rjóma og creme fraiche, og ég veit ekki til þess að það sé hægt að kaupa creme fraiche í búðum hér á Íslandi. Þessi uppskrift kemst nær því að vera creme fraiche, en það má víst gera hann með því að hræra saman rjóma og súrmjólk, en alla vega þá er þetta frábær aðferð að einfaldlega sía súrmjólk.

Haust