Mesa para una – Svartbaunasúpa

by soffiagudrun

mesa para una

Þá er maður dottin í “mesa para una” pakkann.  Ég er þó nokkuð vön eftir að hafa búið í hinum og þessum löndum, og verandi listamaður þá er það víst í starfslýsingu að sækja bari og kaffihús og þar sem kallinn er í 9-5 vinnu, þá á ég það til að fara ein í lunch eða kíkja á kaffihús.  Og ég get alveg mælt með því að fara einn út, svona af og til.

Hver þekkir það ekki úr bíómyndum hversu vandæðalegt það var þegar einhver fór einn út að borða.  Þjónn sem fjarlægði hnífapör af borðinu með látum, svo allir á staðnum litu við.  Það er nú ekki svona slæmt, þótt svo það hafi nú komið fyrir á fínni stöðum.

Ég hef tekið eftir því að  þeir sem eru einir á veitingarstöðum, en augljóslega að bíða eftir einhverjum eru allir voða mikið að fikta í símanum sínum.  Fólk á svo erfitt með að sitja og gera ekki neitt, þegar það er eitt og yfirgefið á stað þar sem tíðkast að vera í félagsskap.

Mannleg hegðun er alltaf áhugaverð.  Og talandi um mannlega hegðun þá er þetta mjög góð svartbaunasúpa.

svartbaunasúpa

Svartbaunasúpa

  • 1 dós svartar baunir (eða þurrkaðar og lagðar í bleyti í 8 klst)
  • Hálfur rauðlaukur
  • Chile pipar, eftir smekk og styrkleika
  • 1 dós tómatar
  • hálf paprika
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 L vatn
  • 1 grænmetisteningur eða kjúklinga
  • smá smjör
  • salt og pipar

Létt steikið grænmetið upp úr smjöri, bætið svo við restinni og sjóðið í 20 – 30 mín.  Eins og margir gera við mexíkóskar súpur þá er gott að setja nachos og ost í þessa, þegar hún er borin fram.
Einnig er gott að setja ferskt kóríander út í.

Advertisements